Kapphlaupið um svarta gullið

Mér hrýs hugur við tilhugsun um að fyrirtæki í olíuiðnaði skulu fæld frá aðgangi að svokölluðu Drekasvæði okkar megin hryggsins, og það í boði vinstristjórnar Íslands ! Vegna skattamála og álagna í tenglsum við umsókn aðila að olíutekju er nánast ómögulegt að standa að rannsóknum og áframhaldandi vinnslu vegna of mikils kostnaðs versus oflítilla tekkna vísindamanna um þessi svæði. Nú þegar hafa félög hætt við tilboð til verkefnisins og held ég að það orsaki snjóboltaáhrif. Auðvitað er kreppuástand í heiminum og hvergi meiri en hér á landi, en þeim mun meiri ástæða til að drífa í verkefnum á borð við þetta til að flýta fyrir mögulegum tekjum í framtíðinni, ekki veitir af.

Það yrði gríðarlegt áfall ef Norðmenn yrðu fyrr til að nýta sér þessa auðlind, það stefnir allt í það, enda sjá þeir möguleikanna og eru merki þess efnis að þeim sé ekki sama um þróun á þá vegu að við séum að spá í vinnslu á þessum svæðum, telja þeir að fari þeir ekki strax af stað geti þeir misst af lestinni sökum forskots íslendinga, sé það fyrir hendi, sem ekkert reyndar bendir til eins og staðan er í dag,  ef við íslendingar gefum ekki eftir þær kröfur sem settar eru vegna skattalöggjafar verður ekkert af því að við hefjum vinnslu á næstu árum!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband