17.10.2009 | 20:08
Grunaðir hafa gefið sig fram, hvað skal við þá gjöra?
Ég vona að þessir menn sem og aðrir álíka afbrotamenn verði sendir öfugir til síns heima sem fyrst! á ég ekki von á öðru en að allir geti verið sammála því, nema þá helst anarkistar sem mótmæla brottrekstri allra erlendra ríkisborgara sem hingað villast eða koma ólöglega til landsins
Hafa allir gefið sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla mér að vera sammála, ef þeir verða dæmdir sekir... hvað varð um saklaus uns sekt er sönnuð. Er búið að snúa þessu við... sekur uns sakleysi er sannað... eða gila aðrar reglur um utlendinga?
Birkir Örn (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:27
Miðað við þær fréttamyndir sem sjónvarpsstöðvarnar sýndu í kvöld og "meintir" sakborningar leiddir inn í dómssal eða hvar það nú var, var allt þeirra fas með þeim hætti að ekki beri að ætla annað en að þetta séu afbrotamenn.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:49
Tek undir með Birki..
Árni Gunnar (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:51
anarkistar eru nú til af öllum stærðum og gerðum og hafa þeir ekki allir sömu skoðanir
Jóhannes (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 20:58
Ég er farinn að halda að það sem fólk segir um okkur erlendis sé satt.
það að við séum ekkert nema djöfulsins rasistar. Þetta hef ég heyrt frá fólki af fjölmörgum þjóðernum, bæði austur evrópskum og fólki af norðurlöndunum.
Það þarf ekki nema eina frétt og allir fara taka upp einhverja herferð gegn fólki af erlendum uppruna, þá einna helst af austur evrópskum uppruna.
Auðvitað er ég sammála að fólk ætti að vera sent til síns heima ef það reynist sekt, þar sem okkar fangelsi eru yfirfull hvort eð er.
En Íslendingar ættu að fara hugsa aðeins áður en þeir opna skoltinn á sér.
Who? (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 22:12
Sammála "Who?". Um leið og einhver segir orðin Lithái eða Pólverji er fólk farið að grýta steinum.
Ég veit vel að margir af þeim sem koma inn til landsins hafa verið með vandræði, en samt sem áður á aldrei að dæma fólk útfrá þjóðerninu.
Hinsvegar væri ekkert verra að láta skýna sakaskrá við komuna í landið.
Sara Björk (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.