Við viljum prestinn okkar tilbaka!

Það er sök nútímaþjóðfélags hve sorglega komið er fyrir fólki eins og t.d. presti einum góðum, hann er ásakaður fyrir að hafa verið of "góðlegur" við stúlkur í söfnuði sínum að mig minnir, og að hafa gengið of langt í að vera "ástúðlegur" ( í merkingunni að vera elskulegur, vingjarnlegur, góðlegur)  það þótti ekki alvarlegt brot á blygðunarkennd fólks hér áður fyrr að vera vingjarnlegur við fólk, og þá síst hvað presta varðaði, þeir voru alltaf, alla vega hvað mig minnir, góði maðurinn með Jesús svipinn, en í dag virðist sem upp úr pottinum sé að sjóða og gamlar venjur séu ekki lengur í gildi. Það er til að mynda varhugavert fyrir frænda eða frænku að vera "of elskuleg / vinaleg" við littlu frænku eða frænda, þar sem greinilega aldrei er að vita hvenær  einhver gæti kært þau fyrir "of mikil elskulegheit" svo ég orði  það á  þann hátt!

Þetta er í stuttu máli orðið allt of mikið reglugerðartilskipunarþjóðfélag sem stýrist af steríleseraðri miðstýringu frá  löndum sem íslendingar miða sig því allt of oft við, t.d. Svíþjóð, og í raun alla Skandinavíu.  Vonandi eru einhverstaðar eftir hin einu sönnu gildi heimilis og góðrar og gildar ástar, geymdar í djúpum hjartarrótum okkar sem ekki láta reglur og lagabókstafi algerlega ráða för okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú ert svo gjörsamlega að misskilja þetta mál og í guðanna bænum ekki blanda siðblindis fjölþreifni Gunnars Björnssonar saman við kærleiksríkt og eðlilegt samband fjölskyldu. Annars varstu búinn að blogga um þetta hér áðan, er bara verið að vekja athygli á sér?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 17.10.2009 kl. 05:12

2 identicon

Nei það er ég ekki að gera, átti bara ýmislegt ósagt!!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband