Morgunblaðið og uppvaxtarár mín

Þegar ég var lítill strákur að alast upp á Sogaveginum fór ég að bera út blöð til að fá einhverja vasapeninga til að geta keypt mér það sem mér helst langaði í, eins og til dæmis hasarblöð og miða í bíó eða það sem hverju sinni skipti máli, láta laga hjólið mitt hjá "Lalla Vindli" eða "Lalla Ventli" eins og hann var ýmist kallaður. Ég byrjaði að bera út:Síðan þróaðist þessi útburðarárátta mín út í að bera Þjóðviljan út, jú pabbi var sannkallaður alþýðubandalagsmaður og dyggur stuðningsmaður þeirra og er enn blessaður!

Hann var ekki hrifinn af því þegar ég fór að færa út kvíarnar með útburði Morgunblaðsins, (þar sem jú staðreyndin var sú að útbreyðsla Alþýðublaðsins og Þjóðviljans var afar takmörkuð og alltaf að minnka!, en Morgunblaðið var það blað sem atti fram því sem var að gerast þá stundina og sótti fram með framsækinni hugsun ungra blaðamanna með nútímalega hugsun og víðtæka þekkingu á því sem í nútímaþjóðfélagi var að gerast. Þetta var byrjunin á góðu gengi Morgunblaðsins eins og ég þekki það, þó svo að það hafi verið  stofnað um 1913 að mig minnir.

Morgunblaðið Reykjavík, 2. nóvember 1913.

Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen

ísafoldarprentsmiðja

1. árgangur, 1. tölublað

Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt,

skemtilegt og lipurt ritað fréttablað. Reykjavíkurbær hefir enn

eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg

lnauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi. Stjórnmálabarátta sú,

sem þjóðin hefir átt i síðasta áratuginn, hefir tekið svo mikið rúm í

blöðunum, að þeim hefir eigi verið unt að rita um margt hið skemtilega

og nýstárlega, sem gerst hefir innanlands og utan. En
Morqunblaðið tekur
enqan þátt í flokkadeilum, þó það auðvitað muni gefa lesendum sínum kost

á að kynnast fijótt og greinilega öllu þvi helzta er gerist í lands- og bæjar...... og svo fr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband