Lán frá Norðmönnum kemur ekki til greina ? eða hvað

Skv. norskum netmiðlum ABC nyheter, kemur ekki til greina að lána íslendingum peninga, Jóhanna Sigurðardóttir á að hafa sent Jens Stoltenberg póst í vikunni með fyrirspurn um mögulegt lán allt að 2000 milljarða isl króna án skilyrða um Icesave málið, hann ku hafa átt að svara neitandi!!


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það með tölvupóstum sem þjóðin biður um tvö þúsund milljarða lán?

Árni Gunnarsson, 9.10.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Einmitt, fær mann til að hugsa um hvað í ósköpunum um sé að vera! (ef rétt er þ.e.a.s.)

Guðmundur Júlíusson, 10.10.2009 kl. 00:10

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað með Jóhönnu og athugunina á því hvað gerðist ef við göngumst ekki við Icesave Steingrímur vissi ekkert af því, hvað er um að vera er engin sem getur stjórnað hér með neinu viti maður spyr sig. Svo er bara sagt að Bretar og Hollendingar hafi fengið betri vopn í hendi. Jóhanna er ekki að valda þessu starfi sem hún er í. Því er nú ver og miður.

Sigurður Haraldsson, 10.10.2009 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband