18.9.2009 | 19:07
Adidas og Puma Bræður slíðra sverðin
Ekki vissi ég að það væru bræður sem stofnuðu þessi tvö stærstu íþróttafyrirtæki heims, og enn síður að þau voru í raun stofnuð í vaskahúsi mömmu þeirra!, en það er ánægjulegt að heyra að þeir ætli að slíðra sverðin og láta ekki stjórnmál koma í veg fyrir vináttu þeirra bræðra. Því það er alveg ljóst að með mikilli aukningu íþrottaiðkunar í heiminum er nægt pláss fyrir þessi tvö góðu fyrirtæki og fleiri.
![]() |
Adidas og Puma slíðra sverðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bræðurnir eru báðir látnir, þeir létust 1974 og 1978.
Einar Steinsson, 18.9.2009 kl. 22:35
Jú, takk fyrir þetta Einar, en var svona meira að meina að forsvarsmenn fyrirtækjanna tækju höndum saman um sættir.
Guðmundur Júlíusson, 18.9.2009 kl. 23:02
Nú kemur hrina endurminninga frá bloggurum um fyrstu adidas eða púma skóna sína. Það verður aldeilis gaman að sökkva sér í þær.
Málið er að við Íslendingar finnum alltaf tilefni til að segja frá okkur sjálfum og máta okkur við fréttir af hinu og þessu. Er þetta gert af feiknalegri íþrótt oft og tíðum.
"Síamstvíburarnir aðskildir í Kalkútta í nótt"
-Já ég var eitt sinn með tvíburum í bekk í Álftamýrarskóla blabla..Þeir voru reyndar ekki síamstvíburar blabla.. en ótrúlega líkir og með afbrigðum samstillitir..blabla.
Svona erum við.
Steini (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.