Ábyrgðaleysi fullorðinna manna

Það er með ólíkundum að menn úr efri stigum þjóðfélagsins sem þeir nú eru, verslunarmaður og hótelstjóri KEA ásamt fleirum úr Oddfellowhreyfingunni skuli láta sér detta þetta í hug, ég sé enga aðra skýringu en að þeir hafi hreinlega verið haugafullir og fundist þetta því draugfyndið! Þeir sæta vonandi hæfilegri refsingu fyrir vikið, ef þá að umfjöllun fjölmiða skuli ekki vera þeim nóg hneisa.
mbl.is Ísbjörninn blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.....líka spurning samt með hæfni mbl.is til að staðfesta fréttir - í fréttinni stóð nefnilega að lögreglan á Sauðárkróki hefði staðfest að um ísbjörn væri að ræða......ekki mjög líklegt það.....??!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:32

2 identicon

Það er nú eitthvað kengbogið við lögregluna að rjúka bara af stað án þess að hafa samband við þá sem sögðust hafa orðið varir við litla lambið.

hh (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:37

3 identicon

Helsta markmið Oddfellow er að bæta samfélagið segja þeir á heimasíðu sinni ;) 

ari (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:38

4 Smámynd: Sigurður Árnason

hh - nei það er ekkert bogið við það að lögreglan fari af stað. Það býr fólk norðan Hofsós hvort sem það er á Höfðaströnd, Sléttuhlíð eða Fljótum, en mér er ekki alveg ljóst hvar þessar myndir eru teknar. Það hefði verið ábyrgðarlaus af lögreglu að fara ekki af stað.

Sigurður Árnason, 9.5.2009 kl. 18:40

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Með réttu já, en eftir stendu hrekkur þessa hóps sem kennir sig við Oddfellowregluna og setur þessa hreyfingu niður fyrir vikið.

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Efri stigum þjóðfélagsins?? Athyglisvert. Drepfyndið engu að síður. Það var Mogginn sem klikkaði og breiddi út lygina. Bara vera fyrstur með fréttirnar, lítið kannað hvað er á bak við. Það virðist vera hægt að hringja í Moggann og segja þeim hvaða vitleysu sem er.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Kannski tók ég of stórt upp í mig þar, en rétt er að segja að þessir menn séu í millistétt , svo smáatriðin séu á hreinu!

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 19:17

8 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Takk fyrir innleggið þitt Víðir, leitt að heyra að þú skulir hætta að blogga, þú hefur verið mjög virkur og málefnalegur í gegnum tíðina og er ef rétt reynist mikill missir af þér!

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 19:53

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þakka þér, held samt áfram að fylgjast með. Finnst þessi ísbjarnarblús alveg drepfyndinn. Sérstaklega hvernig Mogginn lét spila með sig, alltaf að hæla sér af því hvað hann sé ábyrgur fjölmiðill.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála Víði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2009 kl. 21:13

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

það er mjög oft þannig að menn stundum skjóta fyrst og spyrja svo! og vona að fórnarlambið sé ekki dautt, eða þannig.  Það á við um þetta tiltekna dæmi.

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 21:51

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sennilega er málið svo alvarlegt að það þurfi að senda það til Pappadýraverndarsamtaka Íslands til umsagnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2009 kl. 22:01

13 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

 góður, verðum að stofna þessi ágætu samtök hið snarasta!

Guðmundur Júlíusson, 9.5.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband