6.5.2009 | 20:53
Hvernig væri að leggja munaðarskatt á laun þingmanna, forkólfa verkalýðshreyfinga og ríkisforstjóra?
Það held ég að væri ráðlegðra heldur en að leggja "munaðarskatt" á olíu, af öllum hlutum, það er greinilega munaður að keyra bíl fjöldskyldunar, best er kannski eins og vinstri menn vilja að allir fari í einn ríkisstrætó og við hverfum aftur til Stalíns tímann?? eða hvað meina menn með svona vitleysu? Hvað kusu menn yfir sig " for kræing át lát" ?
Ekki útilokað að hæstu laun ríkisstarfsmanna lækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar völdu s.k. vinstri stjórn. Þessir flokkar hafa ekki verið þekktir fyrir að vilja fara einhverjar "blandaðar" leiðir í hagstjórn og sögðu fyrir kosningar að laun yrðu lækkuð og skattar hækkaðir. Eru þau ekki bara að fylgja kosningaloforðum sínum eftir?
Spái því að fljótlega verði boðið uppá þjóðnýtingu og sýnd þannig samstaða með krísuhagstjórn R. Mugabe og H. Chavez.
Helgi Kr. Sigmundsson, 6.5.2009 kl. 21:15
Sæll og takk fyrir innlitið, getur verið, en það réttlætir ekki að munaðarskatt þurfi að leggja á t.d. ólíu.
Guðmundur Júlíusson, 6.5.2009 kl. 21:22
Er þetta ekki bara toppurinn á skatta-ísjakanum sem þessi nýja ríkisstjórn ætlar að taka á fullu stými. Gaman að sjá að það á kanski að lækka laun þeirra hæstlaunuðu en það er ekkert mál að skrúfa upp skattana á olíu, áfengi og fyrir þessa 100 íslendinga sem enþá reykja; tóbakið.
Er ekki sællegasta lausnin í öllu þessu að ríkisstarfsmenn fari á ríkislaun, vinstri mönnum finnst jú ekkert skemmtilegra en að geta gefið náunganum bitlinga eins og bílastyrk og vaktaálag. Að mínu mati eiga alþingismenn ekki að fá meira en 500þús á mánuði og borga fullan skatt af því eins og allir aðrir. Ráðherrar geta svo fengið bílastyrk ofaná það ef þetta dugar ekki. Fólk sem vinnur ekki nema hluta úr ári á ekki að fá nema hluta úr árstekjum.
Stebbi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.