Enn einn loforðamolinn sem hent er í okkur lýðinn!

Það er auðvelt að sitja á toppnum með tiltölulega trygga atvinnu og lofa slíkum hlutum sem Jóhanna lofar, að snarfjölga í ráðgjöf til fólks i greiðsluerfiðleikum. Hvað á eftir að koma út úr því, fær þetta fólk einhverja lausn sinna mála þó svo þó biðröðin styttist um eina viku eða svo?? En hve oft er búið að vera að lofa einhverju? Allt frá því að hrunið hófst í sept, og sértsaklega eftir áramót, alltaf eru á leiðinni aðgerðir sem eiga að greiða fyrir okkur almúganum að ekki sé talað um atvinnufyrirtækin sem sífellt stíga valtari fótum á jörðina, þangað til þau hreinlega falla alveg til jarðar,  þeim mun  lengra sem líður og ekkert er gert,  þeim mun styttra er í þetta fall, og það er akkúrat það sem er að fara að skella á nú á næstu dögum og vikum! 

Ef eitthvað á að fara á betri veg, verður að fara í aðgerðir strax, og byrja á að lækka stýrivexti á morgun verulega, helst þannig að þeir verð ca 4% yfir EB vöxtum sem eru ca 1.4 -2%, þ.e. okkar vextir þurfa að fara í um 5-6% .


mbl.is Ráðgjöf verður stórefld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband