Af hverju var ekki boðað til landsþings hjá Frjálslyndum?

Ég var með lítið blogg um að ekki yrði boðað til landsþings Frjálslyndra, og fékk sterk viðbrögð sem þessi:

 

"Vil aðeins geta þess að allir sem mættu á miðstjórnarfundinn voru svo til sammála um það að flokknum væri betur borgið með áframhaldandi stjórn og miðstjórn. Margt má eflaust betrumbæta en ekki teljum við farsælt að skipta um hest í miðri á ef má nota þá samlíkingu. Því uppgjöf heyrðist ekki frá neinum get ég fullyrt. Og flestir sem tóku til máls lýstu furðu sinni yfir því að aðilar sem komu ekki nálægt neinni vinnu í tengslum við þessar kosningar og gera ekki neitt nema rakka niður flokkinn skuli telja sig geta leiðbeint með framhaldið. Ef hinir aðilar sömu sjá ekki sóma sinn í því að halda sér frá lyklaborðinu ef þeir hafa einungis það fram að færa sem þeim í raun kemur ekki við ættu þeir að líta í eiginn barm. Og spyrja sig sjálfa? Hvað gerði ég til að auka fylgið? Hvað gerði ég til að koma á sáttum milli aðila? Og eflaust er margt fleira sem mætti telja upp. En eitt er ég með á hreinu að ég og þeir sem komu að kosningbaráttunni í Norðausturkjördæmi hafa hreina samvisku og við erum óskyld og teljumst því ekki í neinum fjöslkylduflokk.   Ólafía Herborg"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband