Roð í hundskjafti !

Spilling stjórnmálamanna er álíka viðloðandi og roð í hundskjafti !  

Nú þegar að pólitíkusar eru í óða önn að sannfæra menn um ágæti síns framboðs, koma margar spurningar upp í hugann, svo sem um heiðarleika manna og hve margsaga þeir hafa verið í aðraganda kosninga æ eftir æ.

Það eru hrikalega erfiðir tímar um þessar mundir og ekki auðvelt fyrir stjórnmálamenn að úttlala sig um stefnumál sín, þar sem í raun allt er á öðrum endanum hvað varðar stefnur og strauma, klisjurnar sem hingað til hafa dugað í kosningabaráttu undanfarinna kosninga eru ekki teknar gildar lengur og er oft aumkunarvert að hlusta á frambjóðendur reyna að koma sínum "loforðum" á framfæri, og vitandi að flestir þeirra hafa verið að þiggja peninga frá "útrásarfyrirtækjum" er ansi erfitt að standa frammi fyrir almúganum og spyrjendum sjónvarpsstöðvanna sem ekki draga af sér í leit sinni að veikum framburði viðmælenda sinna. Hverjir á fætur öðrum hafa reyndir sem óreyndir sjórmálamenn fallið á framboðsfundum í sínum kjördæmum og er undantekning ef einhver hefur hefur staðist spurningaflóðið, sitt sýnist hverjum eins og endranær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband