Hvað eigum við að kjósa ?

Eftir að hafa fylgst með þáttum þeirra á Rúv, frá borgarafundunum svokölluðu þar sem oddvitar flokkanna komu saman og svöruðu fyrirspurnum, bæði frá stjórnendum og þeim úr sal, verð ég að segja að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum!. Ég var að vona að með þessum fundum myndu frambjóðendur virkilega sýna hve mikils megi vænta af þeim og hve mikið varið væri í þau.

En þvílík vonbrigði biðu okkar!  Hverjum af öðrum virtist fyrirmunað að koma með einföld og skorinort svör við einföldum spurningum fyrirspyrjanda, orðskrúð var gríðarlegt og útúrsnúningar yfirgengilegir. Það var helst að maður legði hlustir við jaðarflokka eins og Lýðræðishreyfinguna og Borgarahreyfinguna, þeir voru ekki mælskustu menn þessa kvölda, en þeir voru að minnsta kosti að tala út frá hjartanu, það er meira en hægt er að segja um fjórflokkaséníin sem öll skreyttu sig með sömu tuggunum og tuggin hefur verið árum saman fyrir kosningar, nema að núna með smá kreppubragði til að breyta út frá venjunni!!

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað kjósa skuli og verið nokkuð óákveðinn hvað það varðar, en ég er nokkuð sannfærður um að á næstu dögum muni úrslitavaldur kosninganna koma fram með miklum látum og alþýðan mun kjósa rétt, svo Ísland muni ekki sökkva í dýpsta óminnishaf allra tíma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband