9.4.2009 | 18:27
Er von á olíugróða á Íslandi?
Það væri óskandi, svo ekki sé meira sagt, en til þess að það geti orðið þarf að fara í öllu rétt að þessu frá byrjun. Gæta þarf að skattleggja ekki þannig að það fæli olíufyrirtæki frá því að sækjast eftir verkinu og þá sérstaklega þessa fyrirframskattlagningu sem helst er talað um. Ef marka má Sagex Petrolium, þar sem þeir sem þeir segja að Jan Mayen hryggurinn sé auðlind sem nemi einum sjötta af því sem Norðmenn eiga, og þar sem við erum fimmtán sinnum færri en Norðmenn getur gróðinn verið tvöfalt eða þrefalt meiri en þeirra á hvern haus hér á landi!! Ekki slæmar framtíðarhorfur það eða hvað?
Enda hefur olían gert forfeður okkar að mesta velferðarríki veraldar þar sem olía er helmingur af útflutingstekjum þjóðarinnar. En allt eru þetta spekúlasjónir og ekkert víst að nokkur olía finnist, en engu að síður kærkomið að hugsa til þess í þessu hrikalega ástandi sem nú ríkir, og vonin ein eftir kraftaverki til bjargar þjóðarskútu okkar. Verum jákvæð og vonum það besta segi ég alltaf
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.