8.4.2009 | 20:17
Styrkir Sjálfstæðisflokks endurgreiddir
Nú er komið upp úr krafsinu að íhaldið þáði styrk árið 2006 frá FL Group upp á um 30 milljónir króna! og svelgist mörgum á. Einnig var styrkur upp á 25 milljónir króna þeginn frá Landsbankanum á sama tíma, allt þetta verður endurgreitt skv yfirlýsingu frá flokknum. Þessir styrkir þykja ekki eðlilegir skv núverandi formanni og hafi engum verið kunnugt um þetta nema Geir H Haarde þáverandi formanni, sem stigið hefur fram með yfirlýsingu um að þetta sé á hans vegum og engra annarra !. Hann er náttúrulega aðeins að fórna sér fyrir flokkinn þar sem hann hefur stigið af stóli og hefur engu að tapa, og er að reyna að draga úr tapinu fyrir flokkinn í heild sinni. Ég er hins vegar fullviss um að það geti alls ekki verið, hvernig getur það verið að aðeins formanni sé kunnugt um þetta þar sem fjöldi manns vinnur að því að afla tekkna fyrir flokkinn? Það er skýrt kveðið á um að framlög frá lögaðilum og einstaklingum megi að hámarki vera 300 þúsund. Þetta er löngu vitað.
Það er alls engin tilviljun að þessi flokkur skuli hrynja í fylgi þegar að nú í þessu erfiða efnahagsástandi er fylgst mun betur með öllu bruðli og það aftur í tímann!
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÁSKORUN TIL SJ'ALFSTÆÐISMANNA
8.4.2009 | 23:48
Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.
LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.
10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.
20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.