4.4.2009 | 00:15
Lýðræðishreyfing Ástþórs Magnússonar
Það er alveg makalaust hve þrautseigur Ástþór Magnússon er þegar kemur að kosningum af alls kyns tagi , hvort sem er til forseta og eða núna til þingkosninga, því þetta er jú ekkert annað en hans prívat framboð, maðurinn gefst aldrei upp á að reyna að koma sér á framfæri, sem kannski er bara gott hjá honum, ef það er það sem hann vill.
Ég er langt í frá sammála því sem hann stendur fyrir, og tel hann löngu búinn að týna trúverðuleika þjóðarinnar, og þá strax eftir hans fyrstu tilraun til framboðs til forseta um árið. Hvaðan í ósköpunum koma þeir fjármunir sem til þarf í þetta batterý? Koma þeir virkilega frá innlendum peningamönnum sem við könnumst við sem hinn "holdsveika" fjárfesta útrásarinnar? eða eru erlendir aðilar á vegum svokallaðs "Friðar 2000" (minnir mig að þeir heiti) þar að baki?, eða er Ástþór einfaldlega svona fjáður persónulega að hann hafi efni á þessu sjálfur?
Það sem mér finnst meira um vert er að hann virðist hafa trú á að þetta framboð komi manni á þing!! ég hefði haldið að eftir fyrstu skoðanakannanir skyldu menn þar á bæ einfaldlega leggjast á bakið og gelta uppgjafargeltinu og viðurkenna ósigur sinn, eins og góður og gegn hundur myndi gera. En þetta er bara mín skoðun og engin skyldi taka mark á henni !
Athugasemdir
Að segja að Lýðræðishreyfingin sé eitthver prívat framboð Ástþórs dæmir sig nú sjálft. Ég held þú ættir að kynna þér málið á www.xp.is
Ástþór er ekki kominn í framboð amk enn sem komið er þótt hann sé að vinna málinu brautargengi.
Hinsvegar eru margir aðrir góðir einstaklingar komnir í framboð fyrir xP Lýðræðishreyfinguna og slíkt fylgi í grasrótinni að annar hver maður sem beðinn er um það skrifar undir stuðningsyfirlýsingar við xP Lýðræðishreyfinguna.
Haukur Haraldsson, 4.4.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.