3.4.2009 | 21:43
Hvers er að vænta með vorkomunni?
Nú er apríl rétt byrjaður og við erum að sjá fyrstu ummerki vorsins, laukarnir í garðinum mínum farnir að koma upp og birkið byrjað að spýta út fyrstu knúppunum. En þó svo að gróðurinn sé á sínu hægfara og ákveðna vaxtarróli og óháður blessuðu basli þjóðfélagsins er ekki samasem merki á milli hans og vaxtarins í þjóðfélagsgarði okkar mannanna, okkar spretta er ekki í sama takti og spretta gróðursins, því miður. En ég er samt bjartsýnn á að í nánustu framtíð komi betri tíð með blóm i "garði" og vona að íslenska krónan taki nú við sér líkt og krónublöð græðlinganna gera nú um mundir.
Ég skora á alla bloggara að blogga að minnsta kosti einu sinni í viku, eða oftar, (fer eftir því hve oft menn blogga) um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt til upplyftingar okkur sjálfum til handa, og sér í lagi öðrum til að byggja upp jákvætt hugarfar sem okkur veitir alls ekki af, því það er alkunna að mikil neikvæð umræða getur gert venjulegan mann ansi niðurdreginn. "Koma svo"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.