28.3.2009 | 01:42
Indverskt karrý út í geiminn!!
Það er með ólíkindum hve karrý getur haft áhrif á líf okkar, Karrý er blanda af mörgum kryddtegundum og nú er ætlunin að geimferðarstofnun Indlands reyni að þróa karrý með það fyrir augum að ekki verði vonnt af, "Vísindastöðin sem vinnur að matarþróuninni hefur fram að þessu fyrst og fremst framleitt létta matarpakka í heimilislegum stíl fyrir indverska hermenn" Halló !!! vita þeir ekki af okkar íslenska kjöti í karrý?
Athugasemdir
Það jafnast ekkert á við gott "kjöt í karrý"!!!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:34
Haha, nei rétt er það, ætli indverjar viti af hverju þeir eru að missa ? ég meina, ekki vantar karrýréttina hjá þeim, nema að þeir hafa ekki okkar uppskrift, ég sendi þeim hér eina góða, það er aldrei að vita nema þeir kíki á þessa síðu
Kjöt í karríi
1 kg súpukjöt, framhryggur eða annað lambakjöt á beini
1 l vatn
2 lárviðarlauf (má sleppa)
1-2 súputeningar (lambakjöts- eða kjúklingasoð)
pipar
200 ml mjólk
3 msk smjör
1 msk karríduft, eða eftir smekk
4 msk hveiti
salt
Kjötið sett í pott. Ef bitarnir eru stórir er e.t.v. best að skipta þeim í minni bita. Köldu vatni hellt yfir og hitað að suðu. Froða fleytt ofan af. Lárviðarlaufi, súputeningi og svolitlum pipar bætt í pottinn og látið malla við fremur hægan hita í um 50 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt. Þá er það tekið upp úr og haldið heitu (og lárviðarlaufunum hent). 300 ml af soði hellt í könnu (hitt geymt ef skyldi þurfa að þynna sósuna) og mjólkinni blandað saman við. Smjörið brætt í pottinum. Karríduftinu stráð yfir, hrært og látið krauma í um 1/2 mínútu við vægan hita (ekki brenna). Þá er hveitinu stráð yfir og hrært þar til það hefur samlagast smjörinu. Soði og mjólk hellt saman við smátt og smátt, þar til sósan er hæfilega þykk, og hrært stöðugt á meðan. Látið malla í 5-10 mínútur. Smakkað og bragðbætt með salti og pipar eftir þörfum. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og góðum kartöflum.
kveðja Gummi Júl
Guðmundur Júlíusson, 28.3.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.