Obama, hin nýja ofurhetja!

Já, þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart, bandaríkjamenn eru sérstaklega lagnir við að vefa ævintýri úr engu, nú úr forsetaembættinu sjálfu. Bangsímon og Harrý Potter hafa nú eignast keppinaut í engum öðrum en sjálfum forseta USA, bækur eru skrifaðar honum til heiðurs og eru ungar kynslóðir vestra óðfúsar að læra sem mest um hin mikla mann, sem sennilega hefur ekkert til saka "enn" unnið en að vera vel máli farinn.


mbl.is Börn eignast nýja ofurhetju - Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mér sýnist Obama vera á leiðinni að verða andhetja – eindregnasti fósturdeyðinga-baráttumaðurinn meðal allra Bandaríkjaforseta hingað til.

Jón Valur Jensson, 22.3.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

  • Andhetja eða ekki! hann er raunsærri en fyrirrennari hans i Hvita Húsinu, Georg Bush, sem ég þykist viss um að þú hafir haft dálæti á?

Guðmundur Júlíusson, 22.3.2009 kl. 01:54

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað ófædda varðar, ber Bush yngra heiður fyrir að hafa stemmt stigu við ýmsu ófögru sem Obama hefur nú sleppt lausu.

Jón Valur Jensson, 22.3.2009 kl. 02:18

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú ætlar ekki að gefast upp!!!!!!

Guðmundur Júlíusson, 28.3.2009 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband