100 ára í dag

Hann faðir okkar, Júlíus Helgi Helgason væri 100 ára á morgun væri hann á lífi, blessuð sé minning hans.

328841699_3372743679680040_5291418974395500502_n

Hann eyddi stærsta hluta ævinnar á sjó og var langtíma fjarri frá okkur og mömmu, sem reyndar var líka mikið að heiman sem hjúkrunarkona (par exellence) Pabbi var gríðarlega duglegur maður og vann mikið og kveinkaði sér aldrei, hann var frekar lokaður persónuleiki og bar sínar tilfinningar ekki á torg, en var hlýlegur þegar sá gállinn  var á honum! Hann var nokkuð strangur maður þegar við vorum littlir en mýktist með árunum. Síðustu árin vann hann í landi í ýmsum störfum svo sem í Húsasmiðjunni með Gústa bróðir.

Ég er viss um að hann og mamma fylgjast með okkur reglulega og vonandi líkar þeim það sem þau sjá.

Til hamingju með daginn pabbi, og skilaðu kveðju frá okkur systkinunum til mömmu og Gústalaughing

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband