29.7.2016 | 22:14
Stöð 3
Fyrir um það bil tveimur mánuðum eða svo, skrúfuðu 365 miðlar fyrir Gullstöðinni og sameinuðu hana við Stöð 3, eða svo sögðu þeir, þeir ætluðu að halda í góða gamla efnið sem þeir sýndu á Gullstöðinni og halda áfram að sýna nýja og spennandi þætti á Stöð 3, svo sem Supernatural, Burn Notice, og marga aðra góða, sem þeir eru jú að sýna, án texta!!,ég ætla ekki að tala um dagskrá stöðvar 2, sem er orðin hálfgert prump.
Ég held að að það sé ljóst að þetta sé gert eingöngu til að spara bigtime og taka áskrifendur um leið í afturendann. !Ég er búinn að reyna að hafa samband við þá í langan tíma vegna textaleysis á Stöð 3, en fæ bullsvör, fyrst fékk ég það svar að um bilun í textavél væri að ræða og kæmist í lag eftir dag eða tvo, og að allt yrði í lagi næstu daga, sem aldrei varð, og ef þið stillið á þessa stöð sjáið þið að enga texta er að sjá, nema á eldra efni.
Í dag er þessi "sameinaða" stöð 3, send út án texta, sem er ekki löglegt, skv lögum, sjá lagagrein hér að neðan! Mig langar mikið til að vita hvort menn séu virkilega sáttir við þetta!!! látið í ykkur heyra.
"Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. skal hljóð og myndefni á erlendu máli, hvort heldur sem því er miðlað í línulegri dagskrá eða eftir pöntun, jafnan fylgja tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 29. gr. á þetta þó ekki við þegar fluttir eru erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervitungl og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu andrá. Við þær aðstæður skal fjölmiðlaveita, eftir því sem kostur er, láta fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 29. gr"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.