29.7.2016 | 20:57
Ronja "Hetjudóttir"
Þetta er ákaflega merkilegur lestur, sorglegur og ánægjulegur í bland, ég get ekki ímyndað mér hvernig þessu barni hefur liðið alla sína ævi,
Það er frábært að foreldrar og skólafélagar skuli taka þessu eins vel og raun ber vitni, en þrátt fyrir að ég hef alla tíð verið "skeftískur" um þessa hluti, finnst mér ég verði að kaupa þetta, og jafnvel dobbla þetta!!. Áfram Ronja!!!
Ronja er 5 ára trans-stelpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guðmundur. Barnið er fimm ára. Fimmára. Barn á þessum aldri þekkir ekki hugtökin vetur og sumar. þetta er barn. Bara barn. Ég lékk mér við stelpur og fór í kjólana hennar mömmu. Helduru að ég hafi haft kynvitund fimm ára? þetta er sorglegt dmæmi um foreldra sem hafa brugðist barni sínu og enn verra dæmi um þroskahefta "fagaðila"
ólafur (IP-tala skráð) 29.7.2016 kl. 23:16
Algjör rugl og vitleysa ! Sammála ólafi - aumingja barnið að eiga svona vitleysnga í kringum sig...
diana (IP-tala skráð) 30.7.2016 kl. 00:08
strákar mínir, ég er greinilega mikið eldri en þið miðað við ykkar innlegg, ég er ummkringdur börnum á öllum aldri og þykist nokkuð viss um hvað snýr upp og niður, þetta sýnist mér snúa rétt!!! þið eruð greinilega fordómafullir á hæsta sti
Guðmundur Júlíusson, 30.7.2016 kl. 00:32
á hæsta stigi átti þetta að vera!
Guðmundur Júlíusson, 30.7.2016 kl. 00:33
Ég hafði enga kynvitund fimm ára gamall en ég vissi alveg að ég vildi leika mér með bíla en ekki dúkkur. Samt á ég ofsalega erfitt með að trúa því að skaparinn setji sum okkar í vitlausan líkama. En ég ætla ekki að útiloka að aðrir hafi rétt fyrir sér. Þetta er samt mjög skrítið hvenig skaparinn hagar sér ef þetta er rétt.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.7.2016 kl. 01:09
Voðalegir fordómar eru þetta í ykkur Ólafur og Diana. Ef þið væruð búin að vera í kringum þetta barn eitthvað þá gætuð þið séð að það er akkúrat EKKERT strákalegt í hennar fari eða eðli. Ég er búin að þekkja þetta barn frá fæðingu og get fullyrt það að loksins er barnið farið að vera það sjálft og þó hún sé bara 5 ára þá þekkir hún muninn á vetri og sumri og meira til. Mér sýnist á þessum kommentum ykkar að hún sé jafnvel þroskaðri en þið.
Hvernig er það með Völu Grand? Er þetta bara vitleysa í henni? Brugðust foreldrar hennar henni og fagaðilar þroskahefðir? Hana þekki ég líka og búin að þekkja síðan hún var 4ra ára og hét Valur. Hún hefur alla tíð alveg greinilega verið stelpa.
Þið þurfið kannski aðeins að opna augun og átta ykkur á því að þetta er ekki endilega eitthvað tímabil? Að þetta geti í alvörunni verið til. Heimurinn er ekki bara svartur og hvítur og það eru ekki allir eins.
Linda (IP-tala skráð) 30.7.2016 kl. 13:20
Linda, þessi hugmynd um að vera strákalegur eða stelpulegur er að setja okkur aftur. Hálf kaldhæðnislegt að feministar séu þeir sem eru tilbúnastir til að styðja þetta transdæmi, þrátt fyrir að þetta sé nákvæmlega það sem að feministar voru að berjast á móti. Strákar eiga að fá að klæðast kjólum og leika sér með dúkkur, alveg eins og stelpur eiga að mega leika sér með bíla og ganga um í gallabuxum. Það á ekki að vera merki um sjúkdóm að börn leiki sér með dót sem þau eiga stereótýpiskt ekki að leika sér með. Áður var talið strákalegt að leita sér menntunar, hefðu stúlkur sem klæddust buxum og vildu mennta sig átt að fara í kynleiðréttingarferli? Nei, það á að kenna fólki að það sé ekkert strákalegt eða stelpulegt, fólk er bara fólk og á að fá að vera eins og það vill. Rannsóknir sýna að 80% barna sem vilja vera hitt kynið vilja það ekki sem fullorðnir. Með því að fóðra þetta er bara verið að ýta barninu út í það að limlesta líkama sínum. Eins og staða vísindanna er í dag er ekki hægt að skipta um kyn, það er einungis hægt að herma eftir útliti. Þá missa kynfæri ákveðna næmni og jafnvel virkni. Eftir kynleiðréttingaferlið er fólk ófrjótt.
N.b. það er sjúkdómur sem kallast Body Integrity Identity Disorder sem er næstum því alveg eins og Gender Identity Disorder (trans). Í BID eru einstaklingar oftast fullvissir um það að þeir ættu ekki að vera með hendur eða fætur, líkami þeirra passar ekki við það hvernig þau sjá sig. Þessir einstaklingar eru afbrýðisemir út í einstaklinga sem vantar útlimi, láta á almannafæri eins og þeim vanti útlimi, og sækjast í aðgerðir til að fjarlægja útlimi sína. Þetta er sjúkdómur í heila. Á að leyfa börnum með BID að skera af sér útlimi? Á að fóðra þennan geðsjúkdóm? Þetta er hættuleg þróun.
Það á að kenna börnum að strákar megi hafa ,,stelpuáhugamál'' og stelpur megi hafa ,,strákaáhugamál''. Það að fólk hefur þessa sýn, að hann hafi alltaf verið stelpa vegna þess að hún elskaði bleikan og vildi leika við aðrar stelpur, er að búa til þennan sjúkdóm hjá börnum. Hann færist frá samfélaginu og foreldrum til barnana. Það er engin ástæða fyrir því að strákar ættu ekki að mega klæðast kjólum, leika sér aðallega við stelpur, og vilja vera í bleikum fötum. Þú mátt klæða þig eins og hitt kynið, láta eins og hitt kynið, en það er líffræðilega ómögulegt að skipta um kyn.
Rugl (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 00:03
Þetta er sorglegt :(
halkatla, 31.7.2016 kl. 02:38
Rugl,eða hvað sem þu heitir, þú ert greinilega staddur í fortíðinni, þegar að barn sýnir álíka tilhneigingar og Ronja, eða Aron, þá verður að fylgja þeim eftir leyfa barninu að stjórna för, það þjónar engum tilgangi að vera með afneitun og þykjast ekki sjá hlutina eins og þeir eru. Ég sendi Ronju og hennar fólki mínar bestu kveðjur.
gudjul2406@gmail.com (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 19:39
Svo ef barnið þitt kæmi til þín með BIID, þá myndir þú leyfa því að láta eins og það væri handalaust, og þar með ýta undir geðröskunina? Segja þeim að þau geti bara skorið af sér hendurnar þegar þau ná kynþroskaaldri? Þetta er nær sami sjúkdómur, að upplifa ,,dysphoria'' við líkama sinn eins og hann er, upplifa öfund í garð þeirra sem eru með líkamann sem þú vilt, og vilja ganga undir aðgerðir til að breyta honum. Þegar ég var 4 ára vildi ég vera köttur. Hefðu foreldrar mínir átt að leyfa mér að stjórna för í að lifa lífi mínu sem köttur? Það er fullorðna fólkið sem er að gera þetta að einhverju brengluðu. Rannsóknir sýna að 80%+ barna sem voru ,,trans'' sem börn sýna engan áhuga á að skipta um kyn sem fullorðnir, stærsti hluti þeirra er ánægt með líkama sinn og stór hluti þeirra endar uppi sem samkynhneigt.
Staddur í fortíðinni? Ég er ung kona og ég hef alltaf verið virk í jafnréttismálum. Það ert þú sem ert staddur í fortíðinni, að halda að barn sem hefur áhuga á leikföngum sem eru stereotýpiskt fyrir hitt kynið sé fætt í vitlausum líkama og þurfi að limlesta honum, frekar en að sjá það að áhugamál eiga ekki að vera kynjuð. Stelpur sem elska stærðfræði eru ekki strákar í stelpulíkama. Að halda það er að vera fast í fortíðinni, að ýta undir það að stelpur vilji í eðli sínu bara leika sér með dúkkur í kjólum, og að strákar í eðli sínu vilji leika sér með legos og vísindadót. Það er jákvæð þróun að þessi strákur hefur áhuga á leikföngum sem eru stereotýpiskt fyrir stelpur. Hann á að mega leika sér við stelpur, klæðast kjólum, vera með sítt hár, ef hann vill. Hann er samt strákur, það er líffræðilega ómögulegt að skipta um kyn.
Rugl (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 19:54
Biðst afsökunar "Rugl", á að greina þig sem karlkyns, eftir að hafa lesið þennann pistill þinn, langar mig svakalega að prófílgreina þig, en held ég sleppi því, þú gætir reiðst, gæti samt verið að þú sért samkynhneigð ?
gudjul2406@gmail.com (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 21:05
Nei, ég er eins gagnkynhneigð og gerist. Óþarfa allar þessar ályktanir samt, fyrst að ég sé einhver gamaldags karlmaður fastur í fortíðinni, svo að ég sé lesbía sem reiðist auðveldlega. Auðveld leið til að þagga niður í fólki sem þú ert ósammála, gefa þeim bara einhvern stimpil. Akveða bara ,,fólk sem ég er ósammála eru svona eða svona bigots" í stað þess að halda sér við umræðuefnið, ekki mjög málefnalegt.
Rugl (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.