Skrýtið að gerast í Evrópu?

Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af vetrarhörkunni frá því í desember og nú berast fréttir af gríðarlegri vetrarhríð í sunnan og austanverðri Evrópu, hundruð manns hafa látið lífið vegna kulda í austur Evrópu og ekkert lát er á, á Ítalíu hafa sjö látið lífið vegna þessa og hefur herinn verið kallaður út til að aðstoða við snómokstur, þetta er það mesta í tæp 30 ár!

Þetta kemur manni til að íhuga hvort gróðurhúsaáhrif séu hér að verki eða bara eðlileg nátturuleg öfl.

Colosseum hefur verið lokað í tvo daga. Ófært er víðast í Róm.


mbl.is Herinn kvaddur til vegna snjós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er byrjun á einn stærri hamförum veðurfarslega séð eldgos og jarðskjálftar munu einnig aukast verulega næstu árinn! Hef varað við þessu á bloggi mínu síðustu ár.

Sigurður Haraldsson, 5.2.2012 kl. 06:41

2 Smámynd: Einar Steinsson

Engar stórkostlegar náttúruhamfarir í gangi hérna (ég bý í Austurríki) heldur bara ósköp eðlilegir kuldar sem koma hérna þegar lægðir setja sig niður og dæla ísköldu lofti frá Síberíu yfir Evrópu, hér er ekkert Atlandshaf á leiðinni til að dempa kuldann og núna nær kuldinn frekar sunnarlega.

Fyrir utan síðustu tvær vikur er búið að vera frekar hlýtt í Evrópu í vetur en talsverð úrkoma eftir áramót og þar með snjókoma á hærri svæðum þar sem hitin nær niður fyrir frostmark. Snjórinn kom samt frekar seint, forsvarsmenn skíðasvæða voru t.d. að fara á taugum hérna í desember vegna hlýinda og snjóleysis.

Síðan segja spár að núna í vikunni fari smá saman að hlína og hjá mér á hitin að fara yfir frostmark um næstu helgi.

Í suður Evrópu fer alltaf allt á haus þegar kólnar svona, þar eru menn einfaldlega alltaf illa búnir undir vetrartíð enda aldrei nema nokkrar vikur á ári sem hægt er að kalla vetur og oft kemur hann yfirhöfuð ekki.

Einar Steinsson, 5.2.2012 kl. 10:32

3 identicon

Gróðurhúsaáhrif eru eðlileg náttúruleg öfl, og ekkert annað.

Að vera alvitur eftir nokkur ára rannsóknir á veðurfari og hita er merki um heimsku og mikilmennskubrjálæði.

Veðurfarið: Þetta er bara svona og við breytum því ekki!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband