Fálkinn, tákn sjálfstæðis á Íslandi

Fálkinn er táknmynd Sjálfstæðisflokksins og ekki að ástæðulausu, enda hefur hann fugla helst verið táknmynd þess frjálsræðis sem einstaklingur í dýraríkinu nýtur í háloftunum, og það má  einnig yfirfæra á okkur landsskeppnurnar sem eigum í álíka baráttu daghvern við það sama og þau  í dýraríkinu, að halda yfirráðum yfir landsvæðum okkar með öllum ráðum sem tiltæk eru!!.

Talandi um öll ráð sem í bókinni  eru, þá höfum við öfl í pólítík sem ganga oft þvert á vilja fólksvvins er kaus það í byrjun,  flokka eins og VG sem halda að þeir séu verndarar jarðarinnar, í þeim skilningi að jörðin eigi að vera eins og hún var í gamla daga! hvað sem það nú þýðir, ekki má nýta hana til góðs og gróða heldur skal haldið gamlar kommúnista kreddur um að ekki skuli neinn nema ríkið hafa gróða af nýtingu hlutanna.

Svo höfum við Samfylkinguna, sem vill selja landið okkar til Brussel og Evrópu, og láta einhverja pótintóta þar á skrifstofum búrókratiskra blýantsnagara segja okkur hvernig við eigum að stjórna landinu okkar fyrir sjálfsagt hnefafylli af silfurpeningum, líkt og Júdas forðum  þáði,  og þá er ég fyrst og fremst að vísa til  sjávarútvegs okkar og   það er allavega  Össuri þóknanlegt!. Hann hefur margsinnis gert þjóðinni það ljóst.

Ég hvet alla góða og gilda sjálfstæðismenn, sem og aðra að fylkja sér um flokkinn til að koma í veg fyrir í eitt skipti fyrir öll, þær hamfarir er núverandi stjórnvöld stefna landinu í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Merki Sjálfstæðisflokksins

jkr (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband