23.7.2011 | 22:48
Breivik hefur játað að hafa drepið 92 manns
Anders Breivik játaði fyrir lögmanni sínum að hafa drepið 92 manns í Noregi í gær.
Lögmaður hans sagðist eiga erfitt með að tjá sig um hvernig skjólstæðingi sínum fyndist um að hafa tekið svo marga af lifi.
Breivik játar fjöldamorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er afskaplega ósáttur þegar orðasambandið -að taka af lífi- er notað um kaldrifjuð morð og ódæðisverk. Það eru aðeins yfirvöld sem geta tekið fólk af lífi, að undangengnum dómi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 23:02
92 manns.... Ég er ekki ennþá alveg að ná þessu.. Alveg hryllilegt...
Kristófer (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 23:40
Axel, sammála, enda eru þetta ekki mín orð heldur lögmannsins, eins og þú getur lesið í viðkomandi frétt.
Guðmundur Júlíusson, 23.7.2011 kl. 23:56
I am all for "an eye for an eye....a tooth for a tooth"... Does this animal deserve to live......Það eru aðeins yfirvöld sem geta tekið fólk af lífi...How I wish the norwegians would do this......instead of putting him a 3 star hotel for 21 years............
21 years and this bastard walks free !!!
Fair Play (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 00:52
Reyndar virðist þetta bara vera illa þýtt hjá blaðamanni. Orðasambandið "tekið svo margt fólk af lífi" er alfarið frá blaðamanni komið.
Hér er upprunalega setningin sem fréttin unnin úr:"Advokaten sier at siktede har forklart forhvor han har utført handlingene, men Lippestad ønsker ikke å si noe om det nå."
Sig (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 01:00
Ok, skil ekki norsku en tek orð þín trúanleg, en þetta skiptir ekki höfuðmáli, heldur er það að hann gæti eftir ca 21-25 ár sloppið skv norskum lögum!!
Guðmundur Júlíusson, 24.7.2011 kl. 01:40
Ja max í Noregi er víst 21 ár, en síðan hafa þeir "Forvaring" sem er gerir það að verkum að þeir hafa lífstíðardóma, það er bara ekki "default", heldur notað fyrir allra hryllilegustu glæpina. Þessi maður mun aldrei ganga frír aftur.
Það er aftur á móti mun verra að mínu mati að 1500 bls "manifesta'ð" hans er að fljúga um internetið þar sem hnn lýsir öllu í sambandi við undirbúningin(þetta var víst Plan B og gert til að afla frægðar til að geta komið af stað einhverskonar hægri-öfgasinnuðum samtökum". Plan A fólst í að safna pening og koma þeim á friðsamlega, en hann tapaði víst stórum pening á verðbréfamarkaðinum og þurfti að fara í Plan B). Fucking nutter -.-
Gunnar (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:26
Nafni ég er nokkuð læs á norsku og þetta er rétt hjá Sig. Orðalagið er ekki hárrétt haft eftir lögmanninum. Mín leikmannsþýðing á norksa textanum væri:
"Verjandinn segir að hinn ásakaði hafi útskýrt hvers vegna hann framkvæmdi verknaðinn, en Lippestad óskaði þess að tjá sig ekki um það."
Orðalagið "að taka af lífi" virðist því vera komið til sögunnar með endursögn fréttarinnar á íslensku.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2011 kl. 04:22
Þennann mann á að taka af lífi strax og senda með því skilaboð til annarra manna sem hugsanlega gætu unnið svipuð ódæðisverk
Kristinn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 05:25
Ég efast um að hann sleppi út eftir 21 ár - er í raun viss um að svo verði ekki! Gæfumunurinn er "Forvaring" en það úrræði er notað fyrir hættulega glæpamenn á meðan "Fengelsstraff" er fyrir þá sem taldir eru minna hættulegir samfélaginu. Hámarks refsing er 21 ár á báðum stöðum.
Gæfumunurinn felst í því að telji dómurinn það nauðsynlegt þá getur hann framlengt dóminum í forvaring um allt að fimm ár í senn - og það er ekkert þak á því hversu oft má framlengja. Þetta er í rauninni ekkert annað en valkvæður lífstíðardómur sem norðmenn geta gripið til og munu eflaust gera það.
Ég er því viss um að hann sést ekki strjúka sér um frjálst höfuð eftir 21 ár.
Sig (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.