Lyfjaþjófnaður á Hrafnistu og trúverðugleiki landlæknis

Hvers vegna kemur þetta mér ekki á óvart?  Staðan á elli og hjúkrunarheimilum er slík að ekki er hægt að líta undan lengur, frétt undanfarna daga í sjónvarpinu sýnir svo um munar að ekki er allt með felldu hvað varðar ummönnn eldri borgara.

Pabbi minn er tiltölulega  nýkomin á slíkt heimili og hef ég margsinnis ásamt mínum nánustu þurft að kvarta yfir lélegri aðhlynningu á honum, t.d. skipti á fötum og bleijum og öðru.

En það er ekki bara mál aldraðra  sem snýr að málaflokki landlæknis,  lyfjamisnotkun og lyfseðlafíkn  ákveðinna  lækna  hefur sett Ísland í þá stöðu að vera  í  hópi efstu landa í notkun á  t.d Ritalínn.  Einnig hefur komið í ljós að gríðarlega miklu af dópi er útdeildt til fíkla umfram þeirra eigin neyslu!!!

En kannski kom skýringin á öllu þessu eða ástæða alls þessa vandamáls best í ljós þegar að Kastljós tók viðtal við landlækni  okkar, Geir Gunnlaugsson í gærkveldi.

Ég hef aldrei séð mann sem ekki vildi vera í þessu viðtali né vissi hverju hann ætti í raun  að segja, hann reyndi  að hiksta einhverju út úr sér en  varð aumkunarverður í alla  staði.

Þarna liggur vandi aldraðra og þarna liggur vandi dóplækna!!!!

Ef tekið er til á þessum hæstu stöðum og hæft fólk fengið til að stjórna, kemur árangur að sjálfu sér. 


mbl.is Lyfjaþjófnaður kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að margir þeir sem hafa átt ættingja á svona heimilum hafi þurrft að kvarta. Þetta er ekkert nýtt þó það sé núna að verða að umræðuefni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.5.2011 kl. 00:08

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, en er ekki komin tími til að gera eitthvað í málinu, veist þú hvað Hrafnista t.d. tekur fyrir  einn svona einstakling á mánuði??

Guðmundur Júlíusson, 28.5.2011 kl. 00:17

3 Smámynd: corvus corax

Landlæknisdruslan opinberaði sjálfan sig sem algjört fífl í Kastljósinu á dögunum. Það er stórfurðulegt að slíkur apaköttur geti komist í stöðu sem þessa. Hann veit ekkert í sinn haus, eða kannski öllu heldur, vill ekkert vita um dópflóðið frá læknunum og gerði aldrei ráð fyrir í viðtalinu að nokkuð gæti verið athugavert við þennan lyfjamokstur ákveðins hóps lækna. Gæti verið að umræddir læknar séu sjálfir svo á kafi í neyslu að þeir noti sölu á lyfseðlum til að fjármagna eigin neyslu? Annað eins hefur nú gerst.

corvus corax, 28.5.2011 kl. 06:10

4 Smámynd: Sandy

Það allavega ljóst að alvarlegar brotalamir eru þarna á. Ég hef oft hugsað um það hvers vegna persónuvermd er ekki fengin í umæðuna um hvernig er hækt að samkeyra útskrifaða lyfseðla á hvern einstakling. Þetta kemur sér ekki bara illa fyrir þá sem eru í ofneyslu, heldur líka fyrir þá sem þurfa á þessum lyfjum að halda.

Sandy, 28.5.2011 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband