22.5.2011 | 01:33
Mökkur í eldgosi hefur ekki farið svona hátt síðan í Heklugosi 1947
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á vef sínum að ekki hafi mökkur af eldgosi farið jafnhátt síðan í Heklugosi 1947:
"Veðurstofan hefur nú bætt við möguleikum á frekari ratsjármyndum og sú sem hér fylgir sýnir lóðsnið í jöðrum þeirra að auki. Gufumökkurinn hefur greinilega verið að mælast í um þetta 15 til 16 km hæð. Með öðrum orðum að þá hefur hann náð að brjóta sé leið upp í gegn um veðrahvörfin sem í dag hafa verið í um 29 þús fetum eða í um 9 km hæð. Slíkt gerist aðeins í eldgosum sem byrja með talsverðum látum. Þó skal hafa í huga að hvass vindur efra heldur niðri gosmekki eins og þessum, en slíkum vindi var vart að dreifa í dag. Ef mér skjöplast ekki held ég að mökkur í eldgosi hafi ekki farið svo hátt hér á landi frá því í Heklu 1947 ! "
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.