30.4.2011 | 00:51
Fimmlembd ær á Sauðárkróki
Þær eru fáar gleðifregnirnar sem skella á manni þessa daganna, en þó er alltaf ein og ein sem fangar hugan, svo sem sú að á bænum Tröð við Sauðárkrók bar ærin Dögg fimm lömbum!!, sem ku vera sjaldgæft, en hvort ærin hafi verið hress með burðin, fylgdi ekki sögunni.
http://visir.is/fimmlembd-aer-a-saudarkroki/article/2011110429035
Athugasemdir
Það er kraftur í Skagfirðingum, enda búa þeir svo vel að vera nágrannar okkar Húnvetninga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.4.2011 kl. 01:28
Hefur ekki verið gríðarlegur rígur í millum á stundum?
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2011 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.