9.4.2011 | 23:51
Til hamingju Ísland, Nei við Icesafe staðreynd :)
Stórt skref hefur verið stigið í kvöld með kosningu gegn lögum um Icesafe, og gegn þeirri ríkistjórn sem hér hefur ráðið ríkjum. Þjóðin hefur svo ekki verður um villst ákveðið að ekki megi við svo búið lengur og neitar að punga út gríðarlegum fjárhæðum til handa erlendum ríkjum sem farið hafa með Ísland sem hryðjuverkaþjóð, og orsakað að margra mati, hrun fleiri banka en nauðsynlega þurfti.
Það að þær ríkistjórnir sem hér hafa starfað í kjölfar hrunsins skuli ekki enn hafa mótmælt þeirri gerðan breta er með öllu óskiljanlegt og í raun ekkert annað en glæpur gagnvart þjóðinni.
Þessi ríkisstjórn á ekki annars úrkost en að boða til kosninga hið snarasta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.