8.4.2011 | 21:12
Hvað gaf frúin í Hamborg þér ?
Það ætla annsi margir að segja Nei við Icesafe á morgun og littlu færri Já, en það er einnig hætta á að of margir muni skila auðu skv því sem ég hef heyrt á fólki í vikunni, sem er í raun arfavitlaust þar sem að ekkert fæst með því!.
Það er skiljanlegt að menn skuli skila auðu í alþingiskosningum þar sem menn þá hafna öllum framboðum og öllum þeim sem í í boði eru, en það á alls ekki við um þessar kosningar. Hér er aðeins verið að fá úr því skorið hvort hafna eigi þessum samningi eður ei, ekkert annað er í boði
Það er ekki eins og valið standi um fjölda möguleika og þar af leiðandi á ekki að vera erfitt að velja. Ég talaði við mann í kvöld sem sagðist ætla að skila auðu þar sem að hann vildi ekki eiga á samviskunni að hafa kosið annað hvort Já eða Nei, ef illa skylda fara í báðum tilvikum, vildi sem sagt vera stikk frí og geta sagt út á við, "ég hafnaði báðum möguleikunum og skilaði auðu!!!
Bull og þvættingur segi ég, hann var að leika "Hvað gaf frúinn í Hamborg þér, og eins og allir vita má ekki segja svart og hvítt og ekki Já eða Nei!!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér Guðmundur, ég hef aldrei skilið til hvers fólk er að fara á kjörstað til þess eins að skila auðu.
Ég er hreint ekki viss um hvernig þetta fer, ég hef það á tilfinningunni að lítið sé að marka skoðanakannanir og samtöl því fólk skammist sín í stórum stíl fyrir að ætla að segja já og segist því ætla að gera hið gagnstæða sé það spurt.
En ég ætla að segja NEI, svo það sé á hreinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.4.2011 kl. 22:03
Óskar, takk fyrir innlitið, það er ánægjlegt að heyra !
Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.