18.3.2011 | 20:25
"H" inn fjögur - Hamfarir í heiminum og horfur í heimsmálum
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ríkir gríðarlega víðsjálft ástand í heiminum í dag, burtséð frá sífelldum stríðserjum í Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, nefnilega í Ísrael og Palestínu, nú bætast við óvenjumiklar náttúruhamfarir víðsvegar um heimin, jarðskjálftar á Nýja Sjálandi, mikil flóð í Evrópu og nú síðast gríðarlegur skjálfti í Japan upp á um 9 á richter skala sem er með því mesta sem mælst hefur frá upphafi.
Við það bætist að eitt af kjarnorkuverum japana í Fukushima er að hruni komið og aðeins spurning um hvenær það brestur með hrikalegum afleiðingum.
Einnig hafa róstur í arabalöndum verið með þeim hætti að það virðist sem að þegnar þeirra séu að gera uppreisn gegn harðstjórn margra þeirra svo sem Egyptalandi, Bahrain, Túnis og nú Lýbíu, þar sem að öryggisráð SÞ ályktuðu nær samhljóða flugbann yfir landinu og að auki eru hernaðaraðgerðir heimilaðar til varnar óbreyttum borgurum landsins.
Það er langt síðan að svona hrikaleg heimsýn hefur blasið við okkur, og ekki laust við að maður sé nokkuð smeykur við framtíðina.
Athugasemdir
Ágæt pæling. Svo fer bensínið í 400 krónur!
Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 20:42
Móðir Jörð er að niðurlotum komin held ég bara.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 19.3.2011 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.