6.3.2011 | 00:21
Hayabusa á hraðferð
Hugsið ykkur, hún er rúma tvo tíma að stíma um 700 km leið frá Tokýo til borgarinnar Aomori. (eða þannig, hún er varla á hámarkshraða allann tímann) en samt.
Hayabusa á hraðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2014
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
Tónlistarspilari
Tenglar
Tónlist
- Jango, öll þín tónlist ! Jango, öll þín tónlist !
Mínir tenglar
- My facebook Facebok
- Google leit Besta leitarsíðan
- Search and Find Cheap Flights and Airline Tickets
- Nonags - Free software
Fylgst með Íslandi!
Bloggvinir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Örvar Már Marteinsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Magnússon
- Jóhannes Guðnason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Júlíus Björnsson
- Tryggvi Þórarinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Elle_
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- hilmar jónsson
- Jens Guð
- Jón Steinar Ragnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Pálmi Hamilton Lord
- Pétur Arnar Kristinsson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Sigurðsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Örn Ægir Reynisson
Athugasemdir
Það væri nú munur að hafa svona lest milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar. Hún væri komin út á völl rétt eftir að hún væri farin af stað. Mér hefur alltaf fundizt skemmtilegt að ferðast með lestum. Því hraðar, þess betra.
Vendetta, 6.3.2011 kl. 00:36
Einhver lest austur í rassgati. Er hún aðalmálið þitt? Endilega skelltu þér og fáðu þér eina salibunu og taktu Vendetta með þér. Þið fáið 10 þúsund króna styrk til fararinnar frá mér.
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 00:40
Segðu Vendetta, er sammála þér, hef ferðast mikið í Evrópu með lestum, tók einu sinni hringin frá Lúxemburg suður til Lissabon og yfir til Malaga og uppúr aftur, afa gaman.
Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 00:42
Ok Björn, sendu okkur peningin með hrað (lest) og við Vendetta skellum okkur í lestarferð til Brussel með ávísunina þína upp á tíu þúsund kall og styrkjum þá vesalings bændur um upphæðina
Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 00:46
Björn, þarftu ekki að fá reikningsnúmerið mitt, það er nú ekki amalegt að fá ferðastyrk. En það er alveg óþarfi að fara alla leið til Japans, því að það eru háhraðalestir í Frakklandi. Á hinn bóginn eru Japanir kurteisin upmáluð, en Frakkar þekkja ekki það hugtak.
Já, Guðmundur, það er mikill munur að ferðast með hraðlest eða skrölta í rútu langar leiðir. Bara það að geta hreyft sig og fengið sér hressingu í matarvagninum gerir lestarferðir mikið þægilegri kost. Því miður eru lestarmiðarnir líka mörgum sinnum dýrari en rútufargjöldin. Svona er óþægilegt að vera fátækur. Eða nízkur.
Vendetta, 6.3.2011 kl. 00:53
Verður greitt samkvæmt framlögðum reikningi. Allt uppi á borðum!
Björn Birgisson, 6.3.2011 kl. 00:54
Bendi þó á að var þegar ég var nokkuð ungur og enn myndarlegur, mig minnir árið 1981, eða þar um bil, það sem var skemmtilegast var að þá þurfti maður að skipta um lestir við landamæri landanna þar sem stærð lestasporanna var ekki eins í Frakklandi, Spáni og Portúgal, og maður, þvílík mismunandi þjónusta um borð eftir því hvaða landi lestinn var, best var hún nú í Frakklandi en verst í Portúgal, en samt var sú reið skemmtilegust.
Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 01:01
Björn, þú áttir áskorunina, þú ræður för, (eigum við bara ekki að láta þetta vera svart eins og allir gera í dag, svo Steingrímur og frú fái ekki sponsluna?)
Guðmundur Júlíusson, 6.3.2011 kl. 01:06
Svart, jú mikil ósköp. Enda get ég ekki séð undir hvaða frádráttarlið Björn ætti að færa þessi útgjöld. Annars ertu nú dálítið 2007, Björn minn. Þú virðist ekki hafa tekið eftir því að krónan féll um 50% og allt hækkaði um 100%, líka fargjöld. Þannig að þú ættir að grafa dálítið dýpra í pyngjunni þinni og finna amk. 20 þúsund kall á kjaft. Það kemst enginn neitt fyrir minna en það.
Vendetta, 6.3.2011 kl. 01:13
Bara til að benda á það eru líka lestir í Þýskalandi sem fara á 300 km/h, og jafnvel 320 km/h (þó það séu reyndar þýskar lestir á leið í gegnum frakkland). (http://en.wikipedia.org/wiki/Intercity-Express)
þykir þetta heldur mikil ekkifrétt hjá Japönum/MBL þarafleiðandi...
Elvar (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 01:51
Ekki ef þetta er sú fyrsta í 14 ár hjá Japönum. Skiptir ekki máli þótt Þjóðverjar eigi fullt af þeim.
"The launch of the new high-speed train is the first for Japan in 14 years.
The new aerodynamic green, pink and silver train named "Hayabusa" will be the fastest in the nation. It has an operating speed of 180 mph which is due to be raised gradually to 198 mph by the end of 2012."
http://english.ntdtv.com/ntdtv_en/news_asia/2011-03-05/japan-s-next-generation-bullet-train-hayabusa.html
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 14:27
Hvernig stendur á því að það er ekkert lestarkerfi á Íslandi ? Við höfum orkuna. Hugsið ykkur gjaldeyrisparnaðin, aukna sjálfstæðið, minna mengun. Það er alltaf verið að ráðast á okkur bíl eigendur, en okkur er ekkert boðið aðra valkosti.
Friddi (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 21:42
Er ekki lestarkerfi í skipum á Íslandi?
Björn Birgisson, 7.3.2011 kl. 22:10
"Er ekki lestarkerfi í skipum á Íslandi?"
Jú, svona álíka mikið og það eru flugsamgöngur frá KR-vellinum.
"Hvernig stendur á því að það er ekkert lestarkerfi á Íslandi?"
Vandamálið er þéttbýlisdreifingin (eða dreifbýlisþéttingin) á Íslandi miðað við stærð landsins. Lestarkerfi hér yrði rekið með tapi, því miður. Það er ekki nóg að orkan komi ókeypis frá vatnföllum og jarðhita, á meðan einhverjir lúsablesar geta okrað á orkusölunni, þá gera þeir það. Það voru gerðir útreikningar fyrir nokkrum árum um hvort lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar væru arðbærar og svarið var neikvætt. Ég man ekki hver gerði þessa rannsókn. En ef niðurstöðurnar eru réttar undir öllum kringumstæðum og scenarios á þessari leið, sem yrði arðbærari en lestarferðir út á landsbyggðina, þá getur alls ekki borgað sig að leggja járnbrautarnet nema það yrði niðurgreitt. Kannski þessi spurning verði tekin upp aftur eftir áratug, þegar efnahagurinn byrjar að batna.
Annars skaltu ekki halda niðri í þér andanum. Íslendingar hafa yfirleitt slegið á frest mjög viðamiklum framkvæmdum og samgöngumálin munu halda áfram að snúast um bílaflotann, rútur og innanlandsflug. En það gæti verið að einhver snillingur færi að hugsa út fyrir boxið, eins og sagt er. En þar eð engir þannig snillingar eru hér á landi, þá yrði að fara út fyrir landsteinana og leita.
Tæknilegar framfarir hafa orðið gífurlegar innan lestarsamgangna í þremur heimsálfum sem miða að auknum hraða og auknum þægindum, en með orkusparnaði. Hugmyndaflugið hefur fengið lausan tauminn og útleyst margar mismunandi lausnir eins og heimildaþættir á Discovery hafa sýnt. Þannig að ef stefnt yrði að því að setja upp lestarsamgöngur á Íslandi, þrátt fyrir örðugleika, þá yrði það að vera með tækni morgundagsins (framtíðarinnar), því að nútímatækni er of dýr í rekstri og verður úrelt mjög fljótt.
Varðandi samgöngur í evrópskum löndum, bæði innan bæjarmarka og milli borga, þá eru margir möguleikar fyrir ferðamenn, enda margar tegundir lestarkerfa í gangi. Hér á landi vantar fólk þennan möguleika, sem fólk á meginlandinu hefur. En svona er að búa í þessu landi, sumt er hægt, annað ekki. Ísland gæti verið ágætis staður að búa, þess vegna er það raunalegt að svo sé ekki. Sökin er þröngsýnin, sérhlífnin og dugleysið í íslenzkum stjórnmálum.
Vendetta, 7.3.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.