18.2.2011 | 19:03
Goðafoss strandar, hver ber sök ef einhver er?
Mér skilst að lóðsin hafi verið nýfarinn úr skipinu þegar að síðan það strandar uppi á þessu skeri, ég velti fyrir mér hvort hann, lóðsin hafi þá yfirhöfuð skilað sínu starfi??
Nema þá að annað og meira liggji þarna að baki, skipstjórinn var sjálfur í brúnni og ekki er reynsluleysi um að kenna.
Ákveða með Goðafoss á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það er eiginlega of snemmt að segja til um það ennþá Guðmundur ! hver orsökin er, en snemma komu upp þessi dæmi um að lóðsinn hafi yfirgefið skipið áður en það var komið á opnari leið, einnig var verið að spekúlera í hraða skipsins, sem var aukinn úr 7,5 hnútum eftir að lóðsinn fór frá borði í 13,5 rétt fyrir strand, hvorutveggja er vísað frá hér:
Varðandi þetta með hraðann, er HÉR talað við "losoldermann" um bæði hraðann á skipinu, fyrir og eftir að lóðsinn fór frá borði og einnig hversvegna lóðsinn ekki var með alla leið út á opnara haf.
" Først losoldermannens forklaring til skipsfart og los ombord.
- Det er riktig at noen loser følger skipene helt ut til åpent hav og at noen går av underveis, som i går kveld. Det skjer ikke etter eget forgodtbefinnende, understreker Rusten overfor Dagbladet i formiddag.
Slik er praksis:
- Med nye skip og mannskap som ikke har seilt her tidligere, følger losen alltid med ut til Vidgrunnen. Men med erfarne mannskap, som i går kveld, er det i tråd med vår faglig vurderte praksis at losen avslutter oppdraget på vei ut fra Fredrikstad underveis, som i går kveld. Mannskapet på «Godafoss» er svært godt kjent her. De trafikkerer dette farvannet minst annenhver uke, sier losoldermannen.
- Og doblingen av fart?
- Det er også helt i tråd med godt sjømannskap. «Godafoss» har en maksfart på 22 knop, og 60 prosent av toppfart - drøyt 13 knop som her - er helt optimal fart for et slikt skip. Farten er nødvendigvis lavere lengre inn, også for at losen skal komme over i egen båt, sier losoldermann Elise Rusten til Dagbladet.
Svo það virðist vera eitthvað annað en eitt af þessu tvennu sem hefur skeð hér, en bara það að lóðsinn var farinn og/eða hraði skipsins.
Svona bara af því þú varst að velta þessu fyrir þér eins og fleiri, þar á meðal undirritaður en fyrir mestu að ekki urðu slys á fólki og nú lítur út fyrir að mengunin verði lágmarki.
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 18.2.2011 kl. 19:27
Skipstjorinn ber alltaf abyrgd a skipi sinu. Undantekningalaust, jafnvel to lods se um bord.
Larus (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 21:47
Jú, rétt er það, og fram er komið að skipperinn hafi víst tekið skakkann pól í hæðina! ef svo má að orði komast.
Hvers son ert þú Lárus?
Guðmundur Júlíusson, 18.2.2011 kl. 22:10
Tja !! nokkuð alhæfandi fullyrðing, en jú hann hefur neitunarvald gagnvart t.d. lóðs, útgerð ofl. en þegar lóðs er um borð, er hann, lóðsinn, ábyrgur fyrir því hvar skipið siglir á sínum kúrs, ef óhapp skeður vegna mistaka lóðsins við stefnu skipsins, er ábyrgð skipstjórans í lágmarki ef nokkur, svo er leyfilegt að "kunnugir" skipstjórar taki við fyrr á leiðinni en ókunnugir, sem gert var hér þar sem Goðafoss er á fastri áætlun 2, hverja viku.
kv.
KH
Kristján Hilmarsson, 18.2.2011 kl. 22:26
Ekki alveg rétt Kristján. Skipstjóri ber alltaf ábyrgð á siglingu skipsins, jafnvel þótt lóðsinn sé um borð. Skipstjórinn á að fylgjast með störfum lóðsins og sannreyna að þær séu réttar og telji hann að leiðbeiningar frá lóðsinum séu rangar á hann að gera athugasemdir. Lóðsinn sjálfur ber að sjálfsögðu ábyrgð á upplýsingum sínum en skipstjórinn ber ávallt ábyrgð á siglingunni.
Dæmi eru um að skipstjóri hafi fengið meiri refsingu en stýrimaður sem sem gerði mistök á vaktinni sinni, þrátt fyrir að skipstjóri hafi ekki einu sinni verið á stjórnpalli.
Guðmundur (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 04:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.