15.1.2011 | 02:37
Nú er færi!!
Hvort sem um er að ræða framtíð Íslands í pólítík eða góðan árangur landsliðsins í handbolta, þá er stefnan aðeins í eina átt, upp á við. Eða það vonar maður allavega, ég er bjartsýnn hvað varðar landsliðið en öðru máli gegnir um pólítík.
Sumir hér á blogginu keppast við að úthrópa sjálfstæðisflokkinn til hægri og vinstri, en gleyma að nefna sjálfa sig sem þáttakendur í lífsgæðakapphlaupinu mikla sem átti sér stað á árunum ca 2003 til 2008 allt til hruns.
Það er ótrúlegt að horfa og hlusta á menn dásama ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna, skattahækkanir eru yfirvofandi, það á að leggja vegatolla á sunnlendinga, þrátt fyrir að þeir tollar séu í raun inni í bensíngjöldum, tvískattlagning þar á ferðinni, niðurskurður um ca sjöhundruð milljónir hjá Landsspítalanum! og þar fram eftir götunum.
Er þetta eitthvað sem við eigum að sætta okkur við til framtíðar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.