14.1.2011 | 19:25
Frábær sigur Íslands, en erfitt á morgun
Ég hafði nokkrar efasemdir um að við næðum að vinna ungverja í dag, en önnur varð raunin, það var aldrei spurning um hvar sigurinn lennti, hefðum getað unnið með um ellefu tólf marka mun, en okkar menn slökuðu verlulega á í lokinn enda engin ástæða til annars.
Á morgun tökum við á móti brössum sem eru í klassaflokki fyrir ofan chilemenn sem töpuðu með tíu mörkum fyrir svíum í gær, það verður góður prófsteinn fyrir okkur eftir sigur í dag.
Athugasemdir
Gleði dagsins í dag breytist í vonbrigði á morgun. Það verður jafntefli. 29-29. Láttu þetta ekki fara lengra en á Lengjuna!
Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 21:47
Ó nei kæri Björn, ég er sá svartsýnasti í minni familíu og ég er ekki svo svartsýnn að spá jafntefli við Brassa á morgun, þó svo að þeir eigi annsi gott lið!!!
En ég sá japanska liðið tapa á móti norsurum og það þótti mér ekki sannfærandi leikur af beggja hálfu!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.