5.11.2010 | 23:25
Eurovísíon lögin klár í ár
Nú hafa fimmtán lög hafa verið valin til þáttöku í forkeppni söngvakeppni sjónvarpsstöðva og eru þau hér talin:
Albert Guðmann Jónsson,
Arnar Ástráðsson,
Hallgrímur Óskarsson,
Haraldur Reynisson,
Ingvi Þór Kormáksson,
Jakob Jóhannsson,
Jógvan Hansen og Vignir Snær Vigfússon,
Jóhannes Kári Kristinsson,
María Björk Sverrisdóttir,
Matthías Stefánsson,
Orri Harðarson og Tómas Hermannsson,
Pétur Örn Guðmundsson,
Ragnar Hermannsson og Sigurjón Brink.°
Hvað finnst ykkur um þetta?
Athugasemdir
Getur maður nokkuð látið sér finnast eitthvað um þetta fyrr en maður heyrir lögin? Samt læðist alltaf að manni einhver aulahrollur þegar þetta fer af stað, verð að viðurkenna það.
J.Ö. Hvalfjörð, 5.11.2010 kl. 23:56
Já,rétt er það, en það má ýmislegt ráða í þau nöfn sem hér eru nefnd!!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 00:02
Ætti maður að þora að skrifa í þessa síðu? En ég er sammála J.Ö. Hvalfjörð um aulahroll. Persónulega finnst mér þessi ´keppni´hálf-hundleiðinleg. Og skil alls ekki hvað Ísraelsríki er að gera þarna nema með sama gamla yfirganginn endalaust. Ekki eru þeir í Evrópu.
Elle_, 6.11.2010 kl. 23:55
Hvað meinarðu Elle, með, "Ætti maður að þora að skrifa í þessa síðu?"
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:06
Æ-i, sko, ég segi alltaf e-ð vitlaust í síðunni þinni.
Elle_, 7.11.2010 kl. 01:02
Af hverju ætli það sé, hef ég svona skrýtinn áhrif á þig kæra Elle?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 01:10
Ég veit það ekki, Guðmundur. Kannski að þú ert bæði alvarlegur (grafalvarlegur) og meinfyndinn inn í milli ef þú vilt.
Elle_, 7.11.2010 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.