Sérsveit lögreglunar kölluð til vegna Halloween

Er þetta ekki týpískt, einhver kella eða  kall úti í glugga að kíkja á náungan og gleymir að hugsa, hringir á lögguna til að tilkynna um glæpamenn sem eru eins og við vitum ekki að gera neitt af sér annað en að skemmta sér og öðrum og ættu þetta ágæta nágrannavörslufólk að ath dagatalið hjá sér og fylgjast aðeins betur með!

Halloween Props


mbl.is Sérsveitin kölluð út í Hátúni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

een það eru nú kannski ekki allir með á nótunum að íslendingar séu að taka upp enn einn sið bandaríkjamanna og halda Halloween hátíðlegt, þetta er nú ekki á dagatölum íslendinga og því ekki hægt að "fylgjast betur með" þannig... Allavega --> Better to be safe than sorry! :)

Eyrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 21:23

2 identicon

Nei, það er kannski rétt, en þetta sýnir kannski líka hve lögreglan er illa upplýst, að kalla sérsveitina til áður en að almenn lögregla kannar málið..........

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 21:30

3 identicon

Guðmundur, almenna lögreglan er ekkert að "kanna málið" þegar tilkynning berst um vopnaða menn á ferð. Gamla sveitahugsunin á ekki lengur við.

Kristinn (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta sýnir bara taugaveiklunina í þjóðfélaginu almennt..

Óskar Þorkelsson, 30.10.2010 kl. 21:59

5 identicon

Akkúrat Óskar, þetta er einmitt gott dæmi um titringin sem æðir um þjóðfélagið og engu eirir. Menn og konur eru sem hengdir upp á þráð!!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 22:16

6 identicon

Það er tvennt sem má hafa hugfast áður en einhverjir fara nú að setjast í dómarasæti.  Annars vegar þetta hefði getað verið alvöru skotvopn.  Hins vegar er Allra heilagamessa þann 31. okt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 22:58

7 identicon

Það er stutt síðan sérsveitin réðist inn í bíl við Lyfju í Lágmúla vegna barns sem lék sér með leikfangabyssu .

Sennilega er öruggast að leggja þessa sveit niður áður en þeir meiða einhvern.

http://www.dv.is/frettir/2009/11/25/byssumadur-reyndist-tolf-ara-drengur-med-leikfangabyssu/

valdimar (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:36

8 identicon

Man eftir þessu. Ótrúlegt að foreldrarnir hafi ekki kært sérsveitina.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/sersveitin-yfirbugadi-tolf-ara-strak-sem-lek-ser-med-leikfangabyssu

jóhanna (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:42

9 identicon

Einmitt, þetta er akkúrat dæmi um æsingin sem heltekur þessa svokölluðu sérsveit, þeir fá sjaldan tækifæri til að láta til sín taka og þegar að smáboð koma um að eitthvað geti verið að, láta þeir vaða eins og krakkar í dótabúð!!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:44

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er ekki öll vitleysan eins heldur aðeins mismunandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.10.2010 kl. 01:27

11 identicon

Guðmundur Júlíusson: Viltu semsagt fá almenna óvopnaða útkallslögreglu heim til þín þegar vopnaður, draugfullur karl með bumbu er að lemja á dyrnar hjá þér því hann fór húsavillt? (hehe ég veit, ósanngjarn samanburður, happy halloween :)

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 01:30

12 identicon

Vopnaður kall með bumbu drukkinn að berja á dyrnar hjá mér? Í fyrsta lagi held ég að ég yrði ekki hræddur við kall með bumbu sem færi dyravillt, og ég held að hann myndi ekki bera vopn svona almennt!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 01:46

13 Smámynd: corvus corax

Sérsveitin hefur bara verið send á staðinn til að fullvissa sig um að útrásarvíkingar og auðmannahyski væri ekki í hættu.

corvus corax, 31.10.2010 kl. 03:10

14 identicon

Ágæt athugasemd hér að ofan um afrek þessarar vösku sveitar lögreglunnar þegar e-h taugaveiklaður asni sá barn leika sér í bíl fyrir utan apótek í Lágmúla. Nefna má annað "afrek" þessara snillinga þegar taugaveikluð kerling í Kópavogi hringdi í lögguna eftir að hafa heyrt sprengihvelli sem hún auðvitað vissi að voru skothvellir úr byssu en ekki flugeldar.  Þegar hinir vösku víkingar komu á staðinn og mættu bíl sem í voru ungir menn voru þeir stöðvaðir, dregnir út úr bílnum og látnir liggja á maganum í götunni alveg eins og gert er í amerískum bíómyndum og hlaðnar skammbyssur reknar í hnakkann á þeim.  Þar sem hinir alsaklausu ungu menn voru ekki tilbúnir að játa glæpinn sem enginn hafði verið framinn var farið með þá stöðina þar sem þeir voru niðurlægðir með því að láta þá berhátta, m.a. að kvenlöggum ásjáandi.  Löggan hlaut dóm fyrir skepnuskapinn sem þar var sýndur.  Það virðist vera alvarlegur stjórnunarvandi hjá þessari sveit sem sennilega er engu að síður nauðsynlegt að löggan hafi til taks þegar alvöru tilefni gefst til aðgerða. En afrek þessarar sveitar hingað til eru henni til minnkunnar og skammar.

Jóhann Halldórsson (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 03:13

15 identicon

Eitthvað er gert = fólk vælir

Ekkert er gert = fólk vælir

John Doe (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 03:55

16 identicon

sammála síðasta....

jonni (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 05:36

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er því miður innbyrðis keppni í töffaraskap í lögreglusveitum af þessu tagi. Það er hætta á að þannig mórall myndist, að gárungar fara að draga þessa sveit á asnaeyrunnum í útköllum. Og er það virkilega miður ef þeir ætla að láta taka sig alvarlega. Sérsveitin lærir einhvern vinnumanúal sem á að fara eftir í sambandi við að mæta fólki með vopn.

Enn þarf þessa sérsveit bara yfirleitt?

Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 05:47

18 identicon

Þetta eru áhrif frá bandarísku sjónvarpsefni.  Það er ekki mjög langt síðan að enginn kippti sér upp við það þó krakkar væru í einhverjum hasarleik en núna truflast margir við það eitt að sjá leikfangabyssu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 10:10

19 identicon

Djöful ætla ég að vona að þeir sem drulla yfir sérsveitina lendi í óðum byssumanni og sá sem kemur fyrstur verður 18 ára öryggisvörður frá securitas til að "kanna" málin.

Haraldur (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 13:13

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he Haraldur, ef þú lendir í óðum byssumanni þá kemur "sérsveitin" ekki að neinu gagni nema til þess að koma þér í líkpoka..

Óskar Þorkelsson, 31.10.2010 kl. 13:55

21 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er þetta sem ég á við eins og þessi Haraldur er að segja hérna. "Vonandi lendir einhver í óðum byssumanni" segir hann. Málið er að ég trúi varla að nokkur maður í sérsveitinni hafi séð "óðan mann" með byssu yfirleitt. Og hafi einhver lent virkilega í návigi við "óðan byssumann" þá yrði sá hinn fyrsti til að skilja af hverju af tvennum möguleikum, er betra að hafa ekki vopnaða sveit af þessu tagi.

Vonadi er þessi Haraldur ekki í sérsveitinni. Ef svo er þá er hann búin að staðfesta allt sem hefur verið sagt hérna. Það er engin að amast við neinum sérstökum í sérsveitinni. Bara sjálfu sýsteminu.

Sérsveitinn byrjaði með forsetaheimsókninni frægu og voru þá keyptar nokkrar litlar vélbyssur handa lögreglumönnum. Þetta var að sjálfsögðu löngu áður enn England ákvað að allir sem einn á Íslandi væri terroristar.

Það varð síðan svo gaman að skjóta úr þessum vélbyssum að það var ekki nokkur leið fyrir yfirvöld að fá leikföngin aftur. "Litlu börnin" í lögreglunni urðu svo frek að Dómsmálaráðuneyti gaft upp á þessum suðandi smábörnum lögreglunnar og þá varð þá sérsveitinn til. Hún varð til fyrir lögreglunna og ekki vegna þess að almenningur þurfti á því að halda...

Ég þekki fullt að meiriháttar fínu fólki í lögreglunni og mæli frekar til þess að hún verði efld og byrjað að fjármagna hana með einhverju viti. Enn ekki með því að vopna hana. Vopnuð lögregla fæðir af sér vopnaða glæpamenn bara svo það sé á hreinu...Ísland er ekkert undanskilið þeirri staðreynd.

Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 14:08

22 identicon

"Vopnuð lögregla fæðir af sér vopnaða glæpamenn"   tja..... hvort kom á undan, hænan eða eggið?

Jóhannes (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 14:29

23 Smámynd: Óskar Arnórsson

Menn þurfa að sjá báðar hliðar skýrt til að skilja málið með vopn og vopnaburð almennt.

Hænan & eggið er sama lógik og Guð sem er almáttugur og bjó til svo stóran stein að Hann gat ekki lyft honum. Semsagt þvæla og venjuleg hundalógik...

Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 15:03

24 identicon

Heimskum fer þögnin best Óskar;) Talar með rassgatinu...

Tumi (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:11

25 identicon

Málefnalegt Tumi. Þú berð uppeldi þínu gott vitni. (Eða þannig).

valdimar (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:15

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef verið innan um bæði löreglumenn og glæpamenn í tuttugu ár Tumi og séð hrikalegar afleiðingar af ónauðsynlegum vopnabúnaði. Ungir lögreglumenn hafa enga þolinmæði til hlusta á einhvern sem "talar með rassgatainu" ;) hehe.. í alvöru þá er fyrir löngu búið að "finna upp hjólið" í baráttu við ofbeldi og glæpi.

Aðferðirnar krefjast þekkingar og skilnings á málunum. Og síðast enn ekki síst áhuga fyrir að leysa vandamálin í stað þess að búa þau til, og það er síður enn svo sjálfsagt mál.

Óskar Arnórsson, 1.11.2010 kl. 00:02

27 identicon

Valdimar. Auðvitað þarf hvert ríki að eiga til taks vopnaða sérsveit lögreglu og eða hers til að tryggja öryggi borgara, lögreglu og ríkisins þegar hætta steðjar að. Sérsveitir takast á við sérstök verkefni þar sem þarf að yfirbuga hættulega vopnaða brotamenn t.d í afbrotum eða hryðjuverkastarfsemi. Auk þess er Ísland aðili að Nato og aðili að alþjóðasamningum þar sem krafist er að til staðar sé sérsveit. Sérsveit lögreglunnar verndar t.d. erlenda þjóðhöfðingja þegar þeir koma hingað til lands.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband