22.10.2010 | 20:09
Portsmouth gjaldþrota
Nú bendir allt til þess að þetta sögufræga félag verði gjaldþrota og Hermann Hreiðarsson sem spilar fyrir þennann klúbb verði að leita sér að öðrum vinnuveitanda!
Portsmouth hefur verið í greiðslustöðvun síðan snemma á þessu ári en komið var að því að aflétta henni. Það tókst hinsvegar ekki þegar fyrrum eigandi félagsins, Alexandre Gaydamak, krafðist hárrar greiðslu þegar í stað ef það ætti að gerast.
Við vonum að Hemmi fái inni hjá félagi sem gerir honum hátt undir höfði, eins og hann á skilið.
Portsmouth á leiðinni í gjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.