25.9.2010 | 22:01
Frábært hjá Gunnari Nelson í kvöld, "hengdi gæjann standandi"
Gunnar Nelson keppti í kvöld við Eugene Fadiora í Birmingham í einni stærstu íþróttahöll Evrópu, og eins og Björn Birgisson orðaði það: "hann hengdi hann í standandi stöðu !"
Við erum kannski að upplifa nýjan meistara í íþrótt sem við höfum ekki áður haft hátt um, en þessi drengur er að gera allt vitlaust ef marka má umsagnir í erlendum blöðum.
Athugasemdir
Bardagakappinn Gunnar Nelson barðist sinn stærsta bardaga í kvöld í blönduðum bardagalistum eða MMA. Hann mætti þá Bretanum Eugene Fadiora, ósigruðum bardagakappa sem er talinn sá efnilegasti í Bretlandi. Gunnar hengdi Fadiora standandi sem gerist ekki á hverjum degi.
"Það tók Gunnar ekki nema fjórar mínútur í fyrstu lotu að afgreiða Fadiora en það gerði hann með ,,rear naked choke", tak sem er í raun eins og gamla góða hálstakið. Það sem var sérstakt við sigurinn í kvöld er að Gunnar náði að klara Fadiora með þessu taki standandi en slíkt þekkist varla í þessum fræðum.
Gunnar er því enn ósigraður í blönduðum bardagalistum, MMA, og er talinn eitt mesta efni heims í íþróttinni."
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.