Ekkert nema hneyksli í leik Sunderland og Arsenal

Það var alger þjófnaður sem átti sér stað í leik Sunderland og Arsenali í dag, þegar að heimaliðið jafnaði Þegar að uppbótartími var liðin! og átti  leikurinn  alls ekki  að vera í gangi, en dómari var á öðru  máli og hélt leiknum áfram að því að mér virtiðst til að leyfa Sunderland að skora!!!

Alger hneysa!!!


mbl.is Wenger: Undarleg tímavarsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já og þetta rauða spjald er nú með þeim ódýrari sem maður hefur séð, en rosicky átt náttúrulega bara að skora úr vítinu og "game over"......

Ágúst (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:29

2 identicon

Þið eruð bara fyndnir strákar.

Sunderland kláruðu síðustu sóknina og skoruðu á móti slöppu liði Arsenal sem gat ekki klárað leikinn.

Song fékk tvö gul og vertu sæll, út af með þig.

Rosicky hitti ekki á markið, ekkert game over þar.

Svona er þetta bara.

EkkiArsenalMaður (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:45

3 identicon

Jamm. Augljóslega dómaraskandall. En tæpast framherjaskandall. Og alveg örugglega ekki varnarskandall. Þegar sóknarnaður skýtur yfir af marklínu kallast það"mistök" En ef dómarinn gerir mistök, heitir það skandall!

Vá Maður, hvílík ósvífni.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:53

4 identicon

Meiri rugludallurinn þessi "EkkiArsenalMaður"

Sennilega mjög hamyngjusamur Man.Utd maður þar á ferð. Enda veit hann með vissu eftir Everton-Man.Utd leikinn á dögunum að Breskir dómarar haga sér þegar kemur að upp-uppbótartíma þeim til hjálpar.

Everton átti ekkert eftir nema að skora þegar dómarinn bjargaði Man.Utd með því að blása í hvelli af þegar hann sá í hvað stefndi. Í því tilviki mátti réttlæta aukatíma (vegna marks skoraðs í uppóbtartíma ofl.) en ekki var honum bætt við. (náttúrulega alger tilviljun)

Til samanburðar þá má nefna þegar Man.Utd vann Man.City í eftirminnilegum leik í fyrra 4-3. Í þeim leik fengu Utd. leikmenn að njóta upp-uppbótartíma sem Everton fengu ekki. Þetta lyggur kristaltært fyrir.

Sunderland-Arsenal giltu hinsvegar aðrar reglur. Þar var ekkert sem réttlæti auka tíma ofaná þann sem ákveðinn var.

Þeir sem sjá ekki að Breskir dómarar hjálpa þeim liðum sem eru "Breskari" eru blindir. Það er ekkert flóknara en það.

Aðrar timareglur gilda fyrir andstæðinga Man.utd Þetta er farið að ske of oft til að geta talist vera tilviljun.

Rauða spjaldið á Song var rangt því að fyrra gula spjaldið var gefið fyrir engar sakir (enginn snerting og dýfa hjá leikmanni Sunderland) En það var svosem ekki úrslitaatriðið. Vítið var það hinsvegar og dómaramistökinn með tímann.

Arsenal mun vinna titilinn engu að síður og við hlæjum allir að lokum að útbrunnum Man.Utd liði sem dugar ekki hjálpinn til.

Már (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 03:05

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mögnuð umræða

Óskar Þorkelsson, 19.9.2010 kl. 07:16

6 identicon

Já mögnuð umræða. Gaman að sjá svona bitra menn eins og Má

AddiOgKata (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 08:35

7 identicon

Eins og Wenger segir er það maðurinn með úrið sem einn veit hvað er mikið eftir. Hver veit nema úrið hjá honum hafi sagt að það væru 4:20 eftir þegar leiktíminn rann út? Wenger veit það ekki og enn síður þið.

Það er líka mjög algengt að lið fái að klára sóknir áður en flautað er til leiksloka.... mér fannst bara ekkert athugavert við þetta, sorry.

En það var svo sem ekki við öðru að búast en að Wenger færi að væla í fjölmiðlum út af þessu, hann finnur sér eitthvað til að gagnrýna eftir hvern einasta leik. Eins og þetta er magnaður stjóri er þetta endalausa nöldur farið að fara frekar mikið í taugarnar á manni.

Balsi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 08:39

8 identicon

Svona fyrst þú ert að væla... þá er uppgefinn tími "AÐ LÁGMARKI" !!! troddu því í hausinn á þér maður. AÐ LÁGMARKI 4 MÍN !!!!

Einu sinni enn ? AÐ LÁGMARKI 4 MÍN !

Ekki vera tjá ykkur um fótbolta þegar hinar minnstu reglur síast ekki í hausinn á ykkur.

Ragnar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 08:57

9 identicon

Kannski ætlaði dómarinn að bæta við 4 og hálfri mínútu.... en spjaldið bíður víst ekki upp á það og því stóð næsta lágmark á spjaldinu - 4 min

Þetta er alveg keppnis væl

Kamui (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 09:15

10 identicon

VíúVíúVíú........  113  vælubíllinn...........

Þorkell (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 09:59

11 identicon

Wenger vælubíll veit greinilega ekki alveg hvernig þetta virkar. Þegar uppbótartíminn er kynntur er sagt í hátalarakerfinu að uppbótartíminn sé amk sá tími sem dómarinn segjir. Ef það stendur 3.min á spjaldinu þá er LÁGMARK 3.mín bætt við, gætu þessvegna verið 3,5 eða jafnvel 4.min. Ótrúlegt hvað þessi Wenger getur vælt, kannski ekki furða að hann sé orðin pirraður á að vinna aldrei neitt. Hann ætti líka kannski að drullast til að reyna að hafa einhverja Englendinga í þessu liði þar sem Arsenal á að vera Enskt lið í Ensku deildinni. Ef hann vil þá ekki þá ætti hann bara að drullast heim til sín. Þegar Arsenal voru upp á sitt besta þá voru Englendingar í liðinu sem höfðu tilfinningu fyrir Arsenal. Í dag er þetta Afríku-Arsenal með slatta af Frökkum. Ekkert varið í þetta lið og þetta eru tómir pappakassar sem eru allta dettandi og vælandi eins og þjálfarinn.

Auðunn (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:15

12 identicon

Reglurnar eru nokkuð skýrar, viðbótartíminn er lámarkstími og eins og Kamui sagði að þá gæti hafa verið 30 sek í viðbót á dómaraklukkunni.

Svo er önnur regla sem færri virðast þekkja en hún er, ef liðið sem er marki undir er í sókn á að leifa því að klára sóknina, sérstaklega ef hitt liðið hefur verið að "tefja í uppbótartíma.

Gústi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:21

13 identicon

Wenger silent on referee

Arsene Wenger refused to comment on referee Phil Dowd's performance following their draw at Sunderland.

Þetta er fyrirsögnin á skysports.com

Eg sá viðtalið við Wenger og hann var pollrólegur,mer synist mbl gera alltof mikið úr þessu og þið bjánar látið plata ykkur. Eina sem hann setti út á var að markið kom á eftir uppótartímanum, ´(síðustu sek leiksins)Og hvaða andskotans þjálfari hefði ekki commentað út á það, honum væri þá alla vega andskotans sama þótt liðið sitt tapi.

maggi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:46

14 identicon

Ég giska á að þeir sem eru að væla um ákvörðun dómarans í þessum leik séu á aldrinum 7-10 ára og bendi ég þeim á að horfa bara á Latabæ, því þar eru engin tímamörk hjá Sollu stirðu :-)  Arsenalmenn voru bara einfaldlega slappir og í mörg skipti þá duttu þeir eins ofsoðið spagetti í grasið og virtust stórslasaðir, jafnvel þegar vindkviða kom þá duttu þeir niður. Þeir notuðu hvert tækifæri til að tefja og því miður þeirra vegna þá náðu baráttu glaðir Sunderlandmenn að jafna leikinn. Með rentu hefðu þeir átt að vera löngu búnir að skora því þeir áttu töluvert hættulegri færi en vælukjóarnir.

Kær kveðja

Dr. HOOK

Rúnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:50

15 identicon

Karmað farið að bíta Man.Utd menn í rassgatið. Enda eru þeir hættir að nefna sig sem stuðningsmenn síns liðs. Þeir vita að þetta er búið núna.

Menn tala um væl í Wenger á meðan þeir vita ekki baun um hvernig Enskir fjölmiðlar haga sér. Það er þeirra hlutverk að afla æsifrétta og draga út eitt og eitt orð úr samhengi og setja í fjölmiðla. Það er enginn eins kurteys og hugsar eins mikið um framþróun enska boltans eins og Wenger. Restin eru fara gaurar sem vona að fotboltinn deyji hjá Arsenal svo þeir geti keppt sín á milli í Rugby um meistaratitilinn. Sorry enska hugsjóninn er dauð í sínu upprunalega formi. Þessvegna munu Enskir aldrei ná árangri með Bresku hugsjónina að leiðarljósi. Old timer hugsun sem Íslendingar éta upp beintengdir við rusl fjölmiðlun Breskra æsifrétta og slúðurblaða. Vitleysingar sem lesa ekki upprunalegu viðtölinn.

Svo eru menn að tala um að Arsenal sé útlendingalið sem hugsar ekki um hag Enska boltans ! Þetta er stærsti brandarinn af öllum og útbreyddasti miskilningurinn af öllum.

Ekkert lið á eins marga góða unga Enska leikmenn. Ekkert lið kemst nærri Arsenal í fjölda Enskra unglingalandsliðsmanna. T.d voru 6 Arsenal drengirí 17. ára landsliðinu og slatti í 19 og 21 árs liðinu. Bresku landsliðsþjálfararnir tala um að þessir Arsenal strákar séu öðruvísi og tæknilega betri en margir fyrrennarar sínir.

Er Wenger ennþá að fara ranga leið ? Skoðið staðreindir.

Eins og margir hérna segja þá má dómarinn "túlka" hvað mikið er eftir. Það er hans geðþóttarákvörðun. Ef einfaldlega væri tímavörður þá sætu öll lið við sama borð. Þegar menn skjóta á síðustu sekúndu í Körfubolta (flautukörfu) þá vita allir hvort það var rétt eða rangt. En í breska boltanum er það geðþáttarákvörðun dómara sem ræður.

Furðulegt hvað Man.Utd fær þessar geðþóttasekúndur oft með sér ;)

Vælandi hnignandi Man.Utd lið. Þið voruð góðir. (voruð) Núna er kominn tími til að minka hrokann. Ykkar bankahrun er komið :D

Aðrir taka við.

Már (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 11:47

16 identicon

;) Alveg rétt. Það er dálítið mikll munur á því hverjir hagnast á "tímavörslu" dómara þessi misserinn. En Rauðnefur hefur alltaf haft Bresku pressuna í vasanum og þar með dómarana. (verðskuldað skot á Man.Utd menn)

Núna neitar kallinn að tala við BBC (nær ekki að stjórna þeirra fjölmiðlun) og fékk sekt fyrir frá Enska knattspyrnusambandinu. Svona bregst hann við þegar hann fer i fílu. "Silent treatment" Lesið það sem þið viðjið út úr því. Ef Wenger tæki sömu taktík og Ferguson á BBC þá ætti hann löngu að vera hættur að tala við flesta fjölmiðla. Enda eru þeir talsvert meira á móti honum en Man.Utd stjóranum. (sem er í raun bara antí-útlendinga hugsun...Frakki að segja Englendigum hvað á að gera er ekki vinsæll) Hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki.

Það er algert bingó þetta með bresku fjölmiðlana. (slúðurblöðinn) þau eltast við neikvæðar fyrirsagnir þó að 99% prósent af viðtalinu sé hrós og skemmtilegtheit...þá taka þeir þetta 1% og nota í neikvæðar fyrirsagnir. Íslenskar fótboltabullur taka það svo og éta í góðri trú. Hörður Magnússon lýsandi á stöð tvö er besta dæmið um slíkt. Skoðar aldrei samhengi hlutana og heildarmeiningu viðtals. Svona menn kallast "fyrirsagna fréttamenn" Rusl fréttamenn og lýsendur. Hlutdrægir því miður.

Siggi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 12:26

17 identicon

Ímyndið hvar enski boltinn væri í dag ef snillingurinn Wenger hefði ekki innleitt þennan stórbrotna fótbolta sem liðið spilar. Án hans tilkomu væri enski boltinn eingöngu kick and run út í eitt.

Leifur (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 13:45

18 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason


Flestir leikir fara einhverjar sekúndur framyfir uppbótartíman og oftar en ekki 10-30 sek. Held að menn ættu að horfa á leiki og fylgjast með þessu. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 19.9.2010 kl. 18:29

19 identicon

Þetta snýst um að vinna titla ekki um fegurð. Og ef menn halda það að fegurðin í leik Arsenal sé meiri en í leik Chelsea eða Man.Utd þá eru menn bara í afneitun og það er týpískt Arsenal syndrome! Már ég veit bara mjög vel hvernig Enskir fjölmiðlar haga sér þar sem ég er búsettur í UK og hef verið í töluverðan tíma. Wenger er og hefur verið kallaður hér í fjölmiðlum hinum ýmsum nöfnum og það verður bara að segjast alveg eins og er að hann er ekki ofarlega á virðingarlistanum og það er hans sök. Hver er sinn gæfu smiður í því eins og öðru. Hann uppsker eins og hann sáir. Halda því fram að ekkert lið eigi eins marga góða unga Enska stráka og Arsenal er algjör þvæla. Þetta lið er Enskum fótbolta nánast til skammar og gerir Enskum fótbolta engan greiða og hafa ekki gert í mörg mörg ár, þetta lið á miklu meira heima í Frönsku deildinni. Arsenal liðið væri betra ef Wenger vælubíll hefði eytt eitthvað af þessum peningum í að kaupa Englendinga í stað þess að kaupa þessa Afríku og Frönsku pappakassa sem gera lítið annað en að væla daginn út og daginn inn í anda Wenger vælubíl. Hversu góðir eða slakir  United eru í dag þá eru þeir töluvert betra lið en Arsenal. Hafa verið, eru og verða um ókomin ár. Að halda það að United lendi í einhverju bankahruni er aðeins barnaleg óskhyggja sem á ekki eftir að rætast. Hvort núverandi eigandi heldur liðinu á komandi árum skiptir ekki máli þar sem fjársterkir aðilar bíða í röðum eftir að fá að fjárfesta í liðinu. Man.Utd er og hefur verið verðmætasta íþróttavörumerki í heiminum, það vilja allir fjárfesta í svoleiðis klúbbi.En ég hvet Arsenal aðdáendur að halda áfram að væla opinberlega, þeir dansa væludansinn með Wenger vælubíl okkur hinum til mikillar skemmtunar.

Auðunn (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 20:49

20 identicon

Þakka ykkur ölllum fyrir innlegg ykkar hér, og sitt sýnist hverjum, en það sem vekur mesta athygli mína er það að ákveðnir menn tala um Arsenal sem "vælukjóalið" og "pappakassamenn" sem ég er ekki enn farinn að skilja, og síðan segja ákveðnir menn að of margir útlendingar séu í liðinu!!! halló, hvað með Chelsea og hvað með Real Madrid og Barcelona, þrjú að bestu liðum heims í dag?? er ekki staðreynd að Arsenal er með gríðarlega marga unga menn, enska leikmenn sem eru að skríða út úr akademíu liðsins??

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:03

21 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gleymum ekki hve rekstur Arsenal er glæsilegur, nú er búið  að birta rekstrarreikning og er ótrúlegt að sjá hve hagnaður og glæsileg útkoma er hjá þessu liði!!!

Guðmundur Júlíusson, 24.9.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband