Fyrsta mark Gylfa hjá Hoffenheim beint úr aukaspyrnu

Það er engin tilviljun  að þessi strákur skuli lenda hjá þýsku úrvalsliði sem í þokkabót er í efsta sæti deildarinnar, hann skoraði í kvöld glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu, sjá hér:

http://www.asiaplatetv.com/goal.php?id=4115

 


mbl.is Fyrsta mark Gylfa fyrir Hoffenheim (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gylfi er skuggalega góður knattspyrnumaður og gerði rétt í að halda til Þýskalands. Þýska deildin er miklu stærri og betri en marga grunar. Við mörlandar höfum verið mataðir á ensku deildinni í öll mál í mörg ár. Glæsileg byrjun hjá Gylfa. Sá er rétt að byrja glæsilegan feril!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 23:32

2 identicon

takk Björn fyrir að láta svo lítið að kíkja á mitt littla og ómerkilega blogg, en já, það er rétt hjá þér að þýska deildin er sennilega ekki verri en sú enska, synd að við sjáum hana ekki í sjónvarpinu!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Björn Birgisson

Litla og ómerkilega blogg? Er ekki í lagi með þig drengurinn minn? Mér er heiður að hverri heimsókn á mitt blogg, þínum heimsóknum, sem annarra.

Verð að viðurkenna að ég heimsæki færri bloggsíður en ég gjarnan vildi. Það skýrist einkum af því að ég á fullt í fangi með eigin síðu og að sinna þar gestum mínum, en nú gefst stund milli stríða.

Kannski ætti ég að taka upp sið valinkunnra stjórnmálamanna og leyfa engar athugasemdir. Blása bara einhverju bulli út í loftið, án allra andsvara.

Það verður aldrei. Frekar hætti ég að blogga.

Haltu þínu striki, minn kæri, þótt þínar pólitísku strikamerkingar falli ekki endilega að mínum. Fjölbreytileikinn í mannlífs flórunni skiptir langt um meira máli en skoðun þín, eða mín, á einhverju máli.

Mundu þessi orð og gerðu þau að þínum: Ef þú sérð góðan mann reyndu þá að líkjast honum. Ef þú sérð vondan mann, leitaðu þá galla hans hjá sjálfum þér.

Góða helgi kúturinn minn!

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 01:24

4 identicon

Takk Björn fyrir vinsamleg orð.

Ég ætti þá kannskiað líkjast þér!, nema að ég hef aldrei séð þig!

En ég sá Steingrím Joð í gær niðrí bæ, en finn engan galla hans hjá sjálfum mér, ennþá !

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 01:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, þú ert ágætur strákur. Gleymdu aldrei, hvorki sjálfinu þínu, né virðingu fyrir skoðunum annarra í pólitískun hanaslag, sem enginn getur nokkru sinni unnið.

Ef þú virðir þessi einföldu sannindi muntu aðeins stækka , að eigin mati og annarra líka. Þá er björninn unnin!

Víðsýni er allt sem þarf, minn kæri!

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 02:28

6 identicon

Þessi strákur getur auðveldlega orðið sá besti sem við höfum átt...

Þvílíkur hæfileikar sem hann býr yfir, og hugarfarið fullkomið

Kamui (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband