Ritskoðun í anda gamla sovétsins!!

Ég hélt að bloggið  á MBL, þegar að það var stofnað, væri vettvangur almennra borgara til að koma skoðunum sínum á framfæri, hversu íhaldssamar eða  afturhaldssamar þær eru! hvort sem þær væru á hægri eða vinsti væng væru þá pólítískir  eftirlitsmenn sem engin  virðiðst kannast við!!, sem hálfgerðir huldumenn.?

Nú hefur hins vegar komið í ljós að ákveðnir aðilar á blogginu hafa  verið "útskrifaðir" frá þessu bloggi vegna þess  að þeir þora að segja hlutina eins og þeir eru, enda settu þeir sín hugðarefni ekki í neinn felubúning né reyndu að mynda orðskrúð í kring um þau.

Menn  eins og Grefill og Loftur hafa verið burtreknir frá  okkar  ágæta bloggi, og sé ég alls enga ástæðu fyrir því, ef  menn og konur geta ekki sagt hug sinn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af "ritskoðunarnefnd" sem virðist hafa ægivald yfir blogginu, er alveg eins hægt að hætta þessu alfarið!!! enda er engin ástæða til að tjá skoðanir sínar ef  sú hætta er alltaf fyrir hendi  að "ritskoðunarnefndin" hendi þér út!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég hélt að þú hefðir séð það líkt og ég fyrir löngu síðan að málgagn sjálfstæðismanna er ekki óháður fréttamiðill og alls ekki málgagn fyrir gagnrýni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur í 20 ár og því skil ég ekki afhverju þú leggur lag þitt við þetta hyski.

Óskar Þorkelsson, 29.8.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Stjörnupenni

Hér kemur vælubíllinn!

Stjörnupenni, 29.8.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: Elle_

Hvað í skrattanum kom pistill Guðmundar Sjálfstæðisflokknum við??? 

Elle_, 29.8.2010 kl. 21:02

4 Smámynd: Elle_

Og biðst afsökunar á að hafa notað ljótt orð, Guðmundur.  Lokarðu nokkuð á mig núna?

Elle_, 29.8.2010 kl. 22:29

5 identicon

Óskar, það er engin að tala um Sjálfstæðisflokk í þessari grein minni, hvað ertu að bulla??

Stjörnupenni, hvað meinarðu með vælubílnum?

Elle, Nei ég ætla ekki að útsúfa þér, þú ert æði!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:10

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er að tala um málgagn sjálfstæðismanna þið þarna lesblindu kauðar.  svo er Gummi yfirlýstur sjalli ;)

Óskar Þorkelsson, 2.9.2010 kl. 03:35

7 identicon

Haha, sorrý gamli gráni, ekki vera sár, en ekki vissi ég að ég væri "yfirlýstur" sjalli, eins og þú orðar það !

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 18:17

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú hefur sjálfur lýst því yfir Guðmundur að þú sért sjálfstæðismaður ;) en alsheimer light getur komið á hvaða aldri sem er..

Óskar Þorkelsson, 4.9.2010 kl. 06:05

9 Smámynd: Elle_

Hvað er yfirlýstur sjalli??  Mun hann vera vel upplýstur???

Elle_, 5.9.2010 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband