13.8.2010 | 21:24
Helgi Björns og textinn í laginu "Sem lindin tær"
Mikið hefur verið rætt um plötu Helga Björnssonar og Reiðmönnum vindanna sem kom út nú í júlí og inniheldur tólf gömul og góð lög í nýjum og ferskum útsetningum.
En sennilega hefur ekkert lag fengið meiri umfjöllun en lagið "Sem Lindin tær" textahöfundur er Bjarki Árnason, lagið er eftir Casano Conty. Þar er mikið rifist um hvort rétt sé farið með textahlutann :
" Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína hundrað strengi slær".
En margir halda fram að þarna eigi að standa og mér finnst mun líklegra, þar sem að "lndinn tær, hver sem hún er" er örugglega ekki með einhverja hundrað strengi, heldur mun líklegar með einhverja "undrastrengi"
" Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína undra strengi slær".
eins og hægt er að sjá á þessum texta hér á linki fyrir neðan:
http://mholm.net/Textar3/Sem%20lindin%20taer.htm
Athugasemdir
Sem lindin tær
Ó hve gott á lítil lind,
leika frjáls um hlíð og dal.
Líða áfram létt sem hind,
og líta alltaf nýja mynd.
Hvísla ljóði að grænni grein,
glettast ögn við lítil blóm.
Lauma kossi á kaldan stein
kastast áfram tær og hrein.
Ég vildi að ég væri eins og þú
og vakað gæti bæði daga og nætur.
Þá öllum skyldi kveða um unað, ást og trú
sem aldrei bregst er huggast lætur.
Já ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína undrastrengi slær.
Þetta er réttur texti eins og hann á að vera.
kveðja Árni Bjarkason.
Bjarki Árnason var pabbi minn.
Árni Bjarkason (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:49
Sæll og takk fyrir þetta, ekki slæmt að fá upplýsingar frá fyrstu hendi, ég er sammála þér eins og sjá má á ofanverðu bloggi mínu, en engu að síður er þetta ákaflega flott útfært hjá Helga Björns, það held ég að allir geta verið sammala um.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:16
Komdu sæll, ég er sammála þér og öðrum að þetta er frábærlega flutt hjá Helga Björns og hann kemur þessu vel frá sér, það má ekki kenna honum um að hann fari ekki með textann réttan, gaman væri samt að vita hvar hann fékk textann? ég er búinn að sjá textann hér á netinu bæði rangan og réttan, það væri frábært ef það væri hægt að leiðrétta textann alstaðar svo hann verði réttur, þetta er svo fallegur texti og lagið er mjög flott líka, Helgi á heiður skilinn fyrir sitt framlag og færi ég honum hjartans þakkir fyrir og vonandi heyrum við eitthvað fallegt frá honum aftur.
kveðja.
Árni Bjarkason.
Árni Bjarkason (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:50
Vantar ekki "óð" þarna inn í Árni, eða á það kannski ekki að vera, finnst það samt
Jói (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.