8.8.2010 | 00:17
Læknarnir gerðu sér vel grein fyrir hættunni!
Eins og allir vita voru átta manns myrt af Talíbönum skammt frá landamærum Afganistan og Pakistan í gær, það voru fimm karlar og þrjár konur sem öll störfuðu sem læknar.
Samstarfsmenn einnar þeirrar föllnu, Karenar Woo segja að hún hafi ásamt hinum gert sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem þau voru að leggja út í, ein einlægur áhugi og vilji hafi verið yfirsterkari.
"Talibanar gáfu þá skýringu á morðunum að fólkið hefðu verið trúboðar og þeir hefðu verið með biblíur sem þeir voru að dreifa meðal landsmanna"
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/08/07/gerdu_ser_grein_fyrir_haettunni/
Athugasemdir
Hvað hefðu Bandaríkjamenn gert ef Talíbanar hefðu komið til New York með sinn búnað og Kóraninn? Ætli að þeir væru á gangi um borgina frjálsir ferða sinna til að gera það sem þá langaði til, þótt þeir titluðu sig lækna? Og fengju þeir óáreittir að sinna fátækum heimilislausum New-Yorkbúum? Ó-nei!!!
Við verðum að gera okkur grein fyrir því að BNA er í innrásarstríði við Talíbana og að Ameríkanar, þótt þeir séu læknar, ekki talandi á tungu Afganistanna sem tala ótal tungumál og mállýskur í heimalandi sínu, eiga þá ekki að vera að flækjast þarna, haldandi að allir í landinu viti að þeir hljóti að vera læknar. Bandaríkjamenn skjóta Afgani fyrir það eitt að vera "grunsamlegir" á ferð sinni um heimalandið og því "áætlaðir" hryðjuverkamenn og því réttdræpir í augum Bandaríkjahers.
Vér Vesturlandabúar og aðrir "kristnir" menn af báðum kynjum, verðum að hætta þessari sjálfumgleði og sjálfsréttlætingu sí og æ.
Með kveðju, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 8.8.2010 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.