25.7.2010 | 01:50
Fjármálastjóri Baugs áfrýjar gjaldþrotaúrskurðinum!
Hann var fjármálastjóri Baugs ( Stefán Hilmarsson) og er nú fjármálastjóri 365 miðla, hann hefur áfrýjað úrskurði um gjaldþrot sitt, hvenær sæjum við Jón og Gunnu gera slíkt? þetta uppalið notar hvern einasta lagakrók til að komast hjá dómi, og borgar sjálfsagt morðfé fyrir, sem þau hafa sjálfsagt komið fyrir einhverstaðar sem engin veit um!!! enda hafa þau efni á endalausum lögfræðikostnaði.
Athugasemdir
Þetta er nú það sem á eftir að henda almenning en sá sem á íbúð sem er 17 milljón kr virði en skuldar 23 milljónir í gengisláni eða verðtryggðu. Bankinn fær hann umyrðalaust lýstan gjaldþrota og eftir lagabreytingu ríkisstjórnarinnar kostar það bankann aðeins 15 þúsund kall en sá kostnaður var áður 150 þúsund. Þannig að hann er bara í sömu sporum og 30 þúsund íbúðaskuldarar á aldrinum 28 til 40 ára.Finnst sjálfsagt að hann reyni að verja sig en það er erfitt því hann þarf að leggja fram tryggingu til að kæra úrskurðinn. Hann getur það en almenningur aldrei. Hvet að lokum alla til að fara í göngur og réttir með Seingrími í haust. Verðum endilega að sýna Steingrími og AGS stuðning.
Einar Guðjónsson, 25.7.2010 kl. 02:49
Ertu ekki að grínast kæri Einar?? Við styðjum alls ekki Steingrím kalda og frú Steingerði hvað þá heldur AGS !!!!
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.