2.7.2010 | 21:34
Kattarfár á Kársnesi, Pabbinn gómar villikött!
Það er ekki falleg sagan sem heimilisfaðir úr Kópavogi hefur að segja eftir frí þeirra og ömurlega heimkomu.
"Fjölskyldan var í sumarbústað þegar villikötturinn gerði sig heimankominn. „Við fórum í frí í vikunni og þegar við komum til baka þá hafði villköturinn gert heimilið að sínu. Hann hafði étið mat okkar eigin heimiliskattar, svaf í rúminu hans og kannski áreytt hann," segir Jakob Líndal, arkitekt en fjölskylda hans býr á Kársnesinu í Kópavogi."
"Jakob segir þetta ekki í fyrsta skipti sem kötturinn komi inn á heimilið ."Nú ákvað hann að setjast að." Eftir árás villikattarins hafi heimiliskötturinn ekki verið samur: „Kötturinn er eins og hrísla og á hvergi skjól. Það er líkast því að honum hafi verið nauðgað."
Grey kisi og auminga fjöldskyldan að lenda í svona ósköpum.
http://visir.is/kattafar-a-karsnesi--heimilisfadir-handsamar-villikott/article/2010596516999
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.