Ætla "sundraðir" Sjálfstæðismenn að stofna nýjann flokk?

Það er að heyra að menn innan Sjálfstæðisflokks hyggja á stofnun nýs flokks, alla vega heyrist mér það á mönnum eins og Guðbirni Guðbjarnarsyni sem sagði sig úr flokknum í dag:

hann sagði:

"Þannig sagði ég mig úr Sjálfstæðisflokknum og hætti þar með í flokksráði Sjálfstæðisflokksins, stjórn fulltrúaráðs Reykjanesbæjar, stjórn Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíking og kjördæmisráði flokksins í Suðurkjördæmi. "

Hann sagði síðan að nýr flokkur yrði stofnaður í kjölfarið. Gangi ykkur vel !

Af hverju farið þið ekki bara yfir til Samfylkingarinnar? Þar eigið þið greinilega heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Orð ykkar öfgaþjóðernissinnana eru hárrétt og örugglega til bóta að þurfa ekki að burðast með ólíkar skoðanir innanborðs í Sjálfstæðisflokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 12% í síðustu kostningum og núna fara þetta 4-6% til viðbótar og flokkurinn þá kominn niður 17-19%. Þetta svipað fylgi og Framsóknarflokkurinn er með og því alls ekki um stóran flokk að ræða lengur - bara lítinn sætan öfga hægri flokk.


Ég hef hins vegar alls ekki breyst í sósíaldemókrata vegna þessa, heldur er áfram sami frjálslyndi miðju-hægri maðurinn og ég hef alltaf verið. Nú er auðvitað „pólitískur munaðarleysingi en ætla að koma mér upp nýrri pólitískri fjölskyldu á næstu vikum og mánuðum, þ.e. nýr stjórnmálaflokkur er í uppsiglingu.

Ykkur Birni Bjarnasyni tókst í gær að kljúfa frjálslynda og íhaldsmanna, eftir þokkalega sambúð frá árinu 1929.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2010 kl. 07:17

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju er það svo með sjalla að ef einhver segir sig úr flokknum þá er hinn sami ekki hægrimaður ?  furðulegur málflutningur..

Óskar Þorkelsson, 27.6.2010 kl. 07:44

3 identicon

Ég hætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma vegna þessara öfga sjónarmiða eins og koma frá mörgum af þessum stuttbuxnadrengjum sem telja það vera sitt hlutverk í lífinu að liggja við fætur meistara síns , hver svo sem það er á hverjum tíma og verja hvaða bull sem kemur þaðan, klappa þegar þeim er sagt að gera það og gelta á þá sem eru ekki sammála öfgunum. Þessvegna fagna ég því ef nýr flokkur verður til sem er laus við þessar öfgar og gæti jafnvel hugsað mér að kjósa , allavega eru skoðanir Guðbjörns oft mér að skapi.

Einnig er það óþolandi að þegar maður gagnrýnir þessa sömu aðila þá er maður stimplaður baugspenni,eða aðhyllast VG eða samfylkingu , en ekkert af þessu er reyndin , lýsir aðeins innræti þessara sömu aðila.

jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:15

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þaðhefur sem sagt komið í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn telur sig ekki geta haldið Íslenskri þjóð óupplýstri um bættan hag sinn ef aðildarsamningur kæmi á hennar borð. Flokkurinn sem hefur nærst á spillingu og einkavinavæðingu frá því elstu menn muna gæti misst aðstöðu sína. VG er sammála og kýs því að styðja dyggilega við bakið á Davíð og co. Bjarni Ben er greinilega over and out og staða hans einfaldlega að taka við fyrir mælum Davíðs einsog Geir H Haarde gerði. Ég skil það vel að hægri menn hafi þörf á stjórnmálaflokki. Sjálsftæðisflokkurinn er bara hagsmunasamtök fárra útvalinna.

Gísli Ingvarsson, 27.6.2010 kl. 17:18

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

öfgaþjóðernissinnana

Allir þjóðhollir íbúar í Ríkjum EU eru ástæða velgengi þessara ríkja í innri samkeppni. Ég þekki fáa sem hampa óþjóðhollustu á meginlandinu.  Evrópska  Sameiningin byggir á virðingu fyrir hinum ýmsu þjóðum sem hana byggja. Samber að samkvæmt stjórnarskrá Evrópsku Samningarinnar kemur EU vegbréfið sem viðbót við Þjóðarríkisvegbréfið.

EU er ekki eins og USA þar sem allar afætur eru jafnar. Grikkir eru latir og Þjóðverja iðnir.

Þetta skýrir skuldastöðu og þjóðartekjur á haus í þessum Ríkjum.  Markmið EU er að halda þjóðum í föstum skorðum. Þjóðernishyggja er engin fyrirstaða fyrir aðild, mikið frekar litlir samkeppni möguleikar á EU þjóðernislega risagrunninum.

Júlíus Björnsson, 27.6.2010 kl. 22:27

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Guðmundur, ætlar þú vera þarna aleinn í þjófabælinu.

Aðalsteinn Agnarsson, 27.6.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband