19.6.2010 | 01:14
Hversu langt eigum við að ganga?
Hversu langt eigum við íslendingar að ganga til að þóknast stóru þjóðunum með inngöngu í EB?
Þjóðverjar heimta að við hættum hvalveiðum, hollendingar og breta að við borgum Icesafe upp í botn.
Eru kostirnir ásættanlegir til að fórnað sé þessum hagsmunum? hvalveiðarnar eru jú ekki arðbærar í sjálfu sér en þær eru spurning um þjóðarheiður og stolt sem þjóð með ákvörðunarrétt, og engin skyldi taka það frá okkur nokkurn tíma! og Icesafe er spurning um afkomu allrar þjóðarinnar!! um það hvort lífskjör verði sæmileg eða léleg á næsta áratug eða svo!
Ef stjórnvöld ætla að semja þetta frá okkur er útséð um sjálftæði þessarar þjóðar, það er klárt, innlimun í Evrópubandalagið verður til þess að innra skipulag hrynur og allur sjávarútvegur verður fluttur úr landi ásamt þvi að íslenskur landbúnaður mun deyja út með innfluttningi "allskonar" eins og Jón Gnarr myndi orða það!!
Það vita það allir sem eitthvað horfa á fréttir frá Evrópu, að EB er á brauðfótum, svo miklum að ekkert bakarí myndi sjá sóma sinn í að sjá því fyrir bakkelsi þetta árið!! Evru er spáð dauða á næstu árum svo að ég sé ekki hvers vegna við ættum að vera að sækja um inngöngu í dauðvona dæmi ??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.