12.6.2010 | 00:33
Davíð Oddson getur einn komið okkur á réttann kjöl
Er Davíð Oddson sá sem getur ýtt okkur út úr kreppunni? Já, ég tel svo vera, og vona innilega að hann komi aftur á vettvang stjórnmálanna.
Mikið hefur verið rætt um þátt hans í hruni og spillingu bankanna, en ég segi á móti að það sé alltaf auðvellt að hengja bakara fyrir smið! Hvað meina ég með því? Jú, hann er að sjálfsögðu tilvalið skotmark sem fyrrverandi forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og leiðandi maður í áranna rás, og síðan liggur leið hans til Seðlabankans, og þar set ég punktinn, þoli ekki þegar afdankaðir stjórnmálamenn eru settir í embætti bara til að hugnast flokkshagsmunum, en ég held að það sé liðinn tíð og við munum ekki sjá það gerast aftur, (vonandi)
En aftur að Davíð Oddsyni, ég heyri það á götunni að menn vilji fá hann aftur, telji að hann sé gæddur þeim hæfileika að ná fram því besta í fólki á erfiðum tímum, ekki ósvipað og Winston Churchill gerði fyrir breta í upphafi seinni heimstyrjaldarinnar!!
Churchill var nefnilega alls ekki vinsæll maður fyrir stríð og var það ekki heldur eftir stríð, hann var nefnilega bara akkúrat maðurinn til að taka á þem vanda sem stríðið var, og ekkert meira en það. nnski er Davíð einmitt sá maður sem getur komið okkur út úr krísunni sem við erum í!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.