5.6.2010 | 19:58
Stafsetningakeppni er uppáhald bandaríkjamanna
Ung stúlka 14 ára gömul frá Ohio sigraði í gær árlega keppni er bandaríkjamenn hafa dálæti á, en það er stafsetningakeppni þar sem eins og nafnið segir til um, er keppt um að stafa erfið orð.
Anamika Veeramani landaði sigrinum með því að stafa rétt læknisfræðiheitið stromuhr". en það er heiti yfir tæki sem notað er til að mæla blóðflæði.
Það væri gaman að fá slíka keppni á milli grunnskóla á Íslandi, myndi aðeins efla samkennd og að ekki sé minnst á stafsetningakunnáttu krakka hér á landi.
Stafsetningarfluga stefnir á hjartaskurðlækninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hér keppa þau um öðruvísi hluti.
skólahreysti
Skrekkur
stóra upplestrarkeppnin
ræðukeppni
skákmót
spurningakeppni
síðan er það framhaldsskólastigið með morfís, gettu betur og söngkeppnina..
ÞANNIG AÐ stafsetningarkeppni er eitthvað sem algerlega hefur setið á hakanum. Sennilega treystir enginn sér til að dæma þett. Við erum bölvaðir málsóðar upp til hóppa. hopa hópa.
Ástvaldur Hermann (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.