*Euro*vision*kosningar*29 maí*

Á morgun, laugardaginn 29 maí, verður gaman að vakna, menn og konur í sínu fínasta pússi að ganga til kosninga vegna sveitastjórnakosninga og einhvernvegin verða menn  alltaf í góðu skapi þrátt fyrir að þeirra flokkur sé kannski ekki að fá sitt allra besta fylgi í skoðanakönnunum í vikunni, það skiptir ekki endilega máli, því í dag er hátíðisdagur með stóru Hái, fólk fer og kaupir gott á grillið, lætur allt eftir sér í mat og drykk, og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað að það eru úrslit í Eurovision söngvakeppninni í Noregi, og Hera  okkar getur toppað góðan dag með því að vinna keppnina Cool

Sem sagt, góður fyrri partur dags þar sem menn skiptast á skoðunum í pólítík fram eftir degi, og byrja síðan að huga að Heru og hennar fólki í Osló þar sem hún að eigin sögn ætlar að vinna þessa keppni og láta Pál Magnússon fá hjartaáfall í lok dags! Guð forði því þó.

Góða skemtun  kæru landsmenn á morgun og til hamingju Ísland hvernig sem fer Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband